• Þóra Sigurðardóttir


    Safnið er lokað vegna sumarleyfa til 13. ágúst en þá opnar Þóra Sigurðardóttir sýningu á ljósmyndum, grafík, teikningum og þrívíðum verkum í öllu húsinu.
  • Stöpullinn - Margrét Helga Sesseljudóttir


    Nú er á Stöplinum myndverk Margrétar Helgu Sesseljudóttur; Undur sem er hógvær guð á stöpli Gunnfríðar Jónsdóttur fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Margrétar Helgu er það sjöunda í röð listaverka sem sett verða á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn á stöplinum.