• Kall eftir tillögum /// Hlutastarf laust til umsóknar


    Listasafn ASÍ auglýsir eftir tillögum frá listafólki sem vill koma til greina við val á verkum til innkaupa fyrir safnið og til sýningarhalds á tveimur stöðum á landinu. Nánari upplýsingar er að finna hér á síðunni undir Fréttir. /////// Listasafn ASÍ leitar að fjölhæfum og hugmyndaríkum einstaklingi til að sinna verkefnum hjá safninu í hlutastarfi (um 20% starfshlutfall). Verkefni starfsmanns felast m.a. í skráningu og umsjón verka sem safnið varðveitir, vinnu við sýningar á vegum safnsins, uppfærslu heimasíðu og samfélagsmiðla, aðstoð við fræðsluverkefni á vegum safnsins auk annarra tilfallandi verkefna. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér á síðunni undir Fréttir.