• Sigurður Guðjónsson: INNLJÓS - sýning í útihúsunum á Kleifum við Blönduós


    Laugardaginn 7. júlí í sumar opnar sýning Sigurðar Guðjónssonar – INNLJÓS - í útihúsunum á Kleifum við Blönduós. Sýningin er haldin í samvinnu við húsráðendur á Kleifum og er síðari sýningin á verkum hans í sýningaröð sem Listasafn ASÍ skipuleggur til næstu ára. Safnið velur myndlistarmenn úr innsendum tillögum og sýnir verk þeirra á tveimur stöðum á landinu, sýningarnar eru haldnar til skiptis á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum. INNLJÓS var fyrst sett upp í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði s.l. haust og fyrir hana hlaut Sigurður íslensku myndlistarverðlaunin fyrr á þessu ári. Öll verkin á sýningunni eru í eigu Listasafns ASÍ. - Ljósmynd frá opnun sýningarinnar í Hafnarfirði – Vigfús Birgisson -