• Sigurður Guðjónsson: INNLJÓS - sýning í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði


    Laugardaginn 23. september kl. 15 verður opnuð sýning Sigurðar Guðjónssonar ,,INNLJÓS‘‘ í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Sýning Sigurðar Guðjónssonar í Hafnarfirði er sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára. Listráð safnsins valdi Sigurð Guðjónsson til samvinnu um innkaup og sýningahald úr hópi listamanna sem svaraði kalli s.l. vor og sendi inn tillögur til safnsins. Næsta sýning á verkum Sigurðar verður á Norðurlandi vestra fyrri hluta árs 2018. Öll verkin á sýningunni eru eign Listasafns ASÍ. Sýningin í Hafnarfirði er opin miðvikudaga-sunnudaga kl. 12-17 og henni lýkur sunnudaginn 15. október 2017.