• Verk eftir Kristin G. Harðarson á Stöplinum


    14. maí til 2. ágúst 2015 verður myndverk Kristins G. Harðarsonar á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Kristins er úr plexigleri og samsettum ljósmyndum sem teknar eru á Vörðufelli og í næsta nágrenni þess en verkið er það fimmta í röð listaverka sem sett verða á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn á stöplinum. Stöpullinn er styrktur af Reyjavíkurborg.