• Stöpullinn - Á titils - Ingólfur Arnarsson


    Nánari upplýsingar: http://i8.is/artist/ingolfur-arnarson/selected-work/
  • Hallgerður Hallgrímsdóttir - HVASSAST ÚTI VIÐ SJÓINN


    ATH. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! LISTAMAÐURINN VERÐUR Á STAÐNUM SUNNUDAGINN 2. NÓVEMBER. Hvassast úti við sjóinn er rannsókn á íslenskum hversdegi. Samansafn eilífra augnablika, fjalla sem ekki gjósa, endurtekinna daga og óræðra andlita. Hinn skáldaði raunveruleiki er leikfang ljósmyndarans. Ljósmyndin er ekki svar, hún er tillaga. Þetta er samansafn tillaga. Tillaga sem sýna fast land og breytilegt, áferðir, skýjafar og svefnóra. Sýna fábrotnu kyrrðina og fólkið sem í henni býr. Við erum viðkvæm í návígi við alla þessa náttúru og ónáttúru, sem við sveipum okkur í. Eins og ekkert sé sjálfsagðara.
  • Erla S. Haraldsdóttir - Visual wandering


    ATH. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! LISTAMAÐURINN VERÐUR Á STAÐNUM SUNNUDAGINN 2. NÓVEMBER. Verk Erla S. Haraldsdóttir eru spunnin úr þremur meginþáttum; ljósmyndaraunsæi, góðum tökum á aðferðum málverksins og kímni. Samþætting aðferða sem byggja á forsendum hugmyndalistarinnar við lifandi litaspjald og kröftuga pensilskrift gerir sýningu hennar að einstakri rannsókn á myndefni og tækni, grundvallaða á frelsinu sem leynist í fyrirstöðunni. Á sýningunni eru ellefu stór málverk frá árunum 2012 – 2014. Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum annarra.