• Helgi Þorgils og Eggert Pétursson - GENGIÐ Í BJÖRG


    Laugardaginn 30. apríl kl. 14:00 munu listamennirnir leiða gesti í gegnum sýninguna Gengið í björg. Þeir eru þekktir fyrir verk sín en á sýningunni í Listasafni ASÍ eru málverk og teikningar sem þeir hafa þeir unnið saman auk innsetningar í rými Gryfjunnar. Hugmyndin að sýningunni sem þeir nefna GENGIÐ Í BJÖRG tengdist upprunalega bókaútgáfu og kviknaði þegar þeir félagar sýndu saman í Salzburg árið 2005. Bókin er nú orðin að veruleika og í henni eru ljósmyndir af öllum verkum sýningarinnar. Guðmundur Ingi Úlfarsson er hönnuður en útgefandi er Crymogea. ÚR VÍÐSJÁ: http://www.ruv.is/frett/gengid-i-bjorg-0
  • Þór Sigurþórsson sýnir á Stöplinum - HANGS


    Verk Þórs Sigurþórssonar, Hangs, er það sjötta í röð listaverka sem sett hafa verið á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn. Stöpullinn er styrktur af Reyjavíkurborg.