• Verk eftir Kristin G. Harðarson á Stöplinum


    14. maí til 2. ágúst 2015 verður myndverk Kristins G. Harðarsonar á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Kristins er úr plexigleri og samsettum ljósmyndum sem teknar eru á Vörðufelli og í næsta nágrenni þess en verkið er það fimmta í röð listaverka sem sett verða á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn á stöplinum. Stöpullinn er styrktur af Reyjavíkurborg.
  • Frenjur og fórnarlömb - 14. maí til 28. júní 2015


    Sýningin Frenjur og fórnarlömb er haldin í tilefni þess, að árið 2015 verða hundrað ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Þetta er sýning þar sem konur fjalla um konur, draga fram ýmsar birtingarmyndir kveneðlisins og fjalla um stöðu kvenna í fortíð og samtíma.