17. desember 2018

EFTIRPRENT OG PLAKÖT

Nokkur verk frá síðustu öld – Paintings by Icelandic artists. Nú eru komin í sölu plaköt og eftirprentanir af verkum úr stofngjöf Listasafns ASÍ. Um er að ræða fjórar gerðir af gjafaöskjum með fimm verkum og sex gerðir af plakötum - gæðaprent á gæðapappír. Tilvalið til jólagjafa - tilvalin gjöf fyrir vini í útlöndum. SÖLUSTAÐIR: Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir og Hafnarhús Listasafn Árnesinga í Hveragerði Listasafnið á Akureyri Rammagerðin Ísafirði

25. ágúst 2018

Svipir: Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ

Laugardaginn 25. ágúst opnaði Listasafnið á Akureyri dyrnar að nýju eftir miklar endurbætur á húsakynnum safnsins. Ein af sýningunum sem þá opnuðu var Svipir: Valin verk út safneign Listasafns ASÍ. Sýningin stendur til 17. febrúar 2019.

04. júlí 2018

Sigurður Guðjónsson: INNLJÓS 7. - 22. júlí 2018

Laugardaginn 7. júlí kl. 15 opnar sýning Sigurðar Guðjónssonar – INNLJÓS - í útihúsunum að Kleifum við Blönduós. Sýningin er haldin í samvinnu við ábúendur að Kleifum og er síðari sýningin á verkum hans í sýningaröð sem Listasafn ASÍ skipuleggur til næstu ára.

25. janúar 2018

Kallað eftir tillögum frá myndlistarfólki

Listasafn ASÍ auglýsir eftir tillögum frá listafólki sem vill koma til greina við val á verkum til innkaupa fyrir safnið og til sýningarhalds á tveimur stöðum á landinu.

19. apríl 2017

Nýjar áherslur í starfsemi Listasafns ASÍ

Undanfarna tvo áratugi hefur Listasafn ASÍ verið til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu, en húsið var selt vorið 2016. Við söluna varð mikil breyting á starfsemi safnsins og var þá ákveðið að rifja upp grunngildin, endurskoða starfsaðferðirnar og móta nýja stefnu.

20. janúar 2015

Orðsending frá Listasafni ASÍ

Við viljum vekja athygli á því, að ekki verður unnt að sækja um sýningaraðstöðu í safninu vegna sýninga á árinu 2016. Tekið verður tekið við umsóknum fyrir árið 2017 í byrjun næsta árs. F.h. listráðs Listasafns ASÍ Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður

29. október 2014

Art Lover's Guide to Reykjavik: The 10 Best Galleries & Spaces: Listasafn ASÍ eitt af 10 bestu galleríum í Reykjavík skv. Art Lovers Guide.

Housed in a charming 1930s building designed by Icelandic sculptors Ásmundur Sveinsson and Gunnfríður Jónsdóttir, ASÍ Art Museum was established in 1961 when entrepreneur, book publisher and arts patron Ragnar Jónsson donated over 100 artworks to the gallery by some of Iceland’s most important artists, like abstract expressionist Nína Tryggvadóttir and painter Jóhannes Sveinsson Kjarval, in a mission to bring art to the masses. Today ASÍ Art Museum is dedicated to displaying its collection of 20th century art alongside championing contemporary art by national and international artists and has recently played host to a multi-national exhibition featuring works by four diverse artists from Iceland, Japan and the US, as part of the 2014 Reykjavik Art Festival.