23. maí 2019

GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU – stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ

Sýning í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 14. júní – 15. september 2019. Sýningin er samvinnuverkefni Listasafns ASÍ og Listasafns Árnesinga. Sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir. Verið velkomin á opnun föstudaginn 14. júní kl. 17:30 NÝ BÓK UM STOFNGJÖFINA Sama dag kemur út bók um stofngjöfina, veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars í Smára. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu. Listasafn ASÍ gefur bókina út, Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri ritstýrði útgáfunni, Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur og forstöðumaður Listasafns ASÍ á árunum 1997 – 2016 ritaði grein í bókina og valdi texta með nokkrum verkanna. Sarah M. Brownsbergar þýddi allan texta bókarinnar á ensku, Vigfús Birgisson ljósmyndaði verkin og Arnar & Arnar hönnuðu útlit bókarinnar.

17. desember 2018

EFTIRPRENT OG PLAKÖT

Nokkur verk frá síðustu öld – Paintings by Icelandic artists. Nú eru komin í sölu plaköt og eftirprentanir af verkum úr stofngjöf Listasafns ASÍ. Um er að ræða fjórar gerðir af gjafaöskjum með fimm verkum og sex gerðir af plakötum - gæðaprent á gæðapappír. Tilvalið til jólagjafa - tilvalin gjöf fyrir vini í útlöndum. SÖLUSTAÐIR: Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir og Hafnarhús Listasafn Árnesinga í Hveragerði Listasafnið á Akureyri Rammagerðin Ísafirði

25. ágúst 2018

Svipir: Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ

Laugardaginn 25. ágúst opnaði Listasafnið á Akureyri dyrnar að nýju eftir miklar endurbætur á húsakynnum safnsins. Ein af sýningunum sem þá opnuðu var Svipir: Valin verk út safneign Listasafns ASÍ. Sýningin stendur til 17. febrúar 2019.

04. júlí 2018

Sigurður Guðjónsson: INNLJÓS 7. - 22. júlí 2018

Laugardaginn 7. júlí kl. 15 opnar sýning Sigurðar Guðjónssonar – INNLJÓS - í útihúsunum að Kleifum við Blönduós. Sýningin er haldin í samvinnu við ábúendur að Kleifum og er síðari sýningin á verkum hans í sýningaröð sem Listasafn ASÍ skipuleggur til næstu ára.

25. janúar 2018

Kallað eftir tillögum frá myndlistarfólki

Listasafn ASÍ auglýsir eftir tillögum frá listafólki sem vill koma til greina við val á verkum til innkaupa fyrir safnið og til sýningarhalds á tveimur stöðum á landinu.

19. apríl 2017

Nýjar áherslur í starfsemi Listasafns ASÍ

Undanfarna tvo áratugi hefur Listasafn ASÍ verið til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu, en húsið var selt vorið 2016. Við söluna varð mikil breyting á starfsemi safnsins og var þá ákveðið að rifja upp grunngildin, endurskoða starfsaðferðirnar og móta nýja stefnu.

20. janúar 2015

Orðsending frá Listasafni ASÍ

Við viljum vekja athygli á því, að ekki verður unnt að sækja um sýningaraðstöðu í safninu vegna sýninga á árinu 2016. Tekið verður tekið við umsóknum fyrir árið 2017 í byrjun næsta árs. F.h. listráðs Listasafns ASÍ Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður