29. apríl 2016

Tilkynning frá rekstarstjórn Listasafns ASÍ

Forstöðumaður Listasafns ASÍ

Listasafn ASÍ óskar eftir að ráða forstöðumann í 50% starfshlutfall. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið mjög sjálfstætt, tekið frumkvæði og sýnt hugmyndaauðgi við að finna leiðir til að uppfylla hlutverk og tilgang Listasafns ASÍ sem best.

Starfs- og ábyrgðarsvið • Að móta starfsemi Listasafns ASÍ út frá nýjum forsendum, þar sem viðfangsefnið verður að halda utan um og koma á framfæri safneign safnsins. • Að annast og bera ábyrgð á rekstri og starfsemi safnsins í samræmi við ákvarðanir rekstrarstjórnar og miðstjórnar ASÍ. • Umsjón, varðveisla og endurnýjun safneignar og skráning hennar í Sarp. • Gerð 2-3 sýninga úr safneigninni árlega í samstarfi við söfn og sýningarstaði um allt land. Einnig að leita eftir samstarfsaðilum og gera samninga við þá. • Umsjón með vinnustaðasýningum – eftirlit og gerð nýrra sýninga. • Að bæta vef safnsins og nota hann til að kynna safneignina betur. • Að hafa frumkvæði að nýjungum í starfi safnsins og þróun þess. • Að annast og bera ábyrgð á kynningum og auglýsingum og gerð fjárhagsáætlana.
Æskileg menntun og hæfni • Menntun tengd safnastarfi og/eða myndlist er kostur • Haldbær reynsla af safnastarfi er kostur • Reynsla af rekstri er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun er mjög æskileg • Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur • Hugmyndaauðgi og víðsýni • Skipulagshæfni og samskiptahæfni
Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Leifur Geir Hafsteinsson leifurgeir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni í starfið

Til baka