Fyrri sýningar

12. ágúst 2016 til 04. september 2016

Þóra Sigurðardóttir - Rými / Teikning

Endurtekningar, viðsnúningar og umskipti eru gjarnan viðfangsefni Þóru Sigurðardóttur. Í list sinni nálgast hún þessi hugtök í efni, verkferlum og umhverfi og notar til þess ýmsa miðla, ekki síst teikningu. Í vinnu sinni með tv...

09. apríl 2016 til 08. maí 2016

Helgi Þorgils og Eggert Pétursson - Gengið í björg

Laugardaginn 30. apríl kl. 14:00 munu listamennirnir leiða gesti í gegnum sýninguna Gengið í björg. Þeir eru þekktir fyrir verk sín en á sýningunni í Listasafni ASÍ eru málverk og teikningar sem þeir hafa þeir unnið saman auk i...

05. mars 2016 til 03. apríl 2016

Afmælissýning í tilefni af 100 ára afmæli ASÍ

ATH. Opnunartími um páska: Listasafn ASÍ er lokað föstudaginn langa, 25. mars, páskadag 27. mars og mánudaginn 28. mars (annan í páskum). Listasafn ASÍ 5. mars – 3. apríl 2016 Í stórfenglegri listaverkagjöf Ragnars Jónssona...

05. febrúar 2016 til 28. febrúar 2016

Hulda Rós Guðnadóttir – Keep Frozen 4. hluti

Í tilefni af opnun einkasýningar Huldu Rósar Guðnadóttur í Ásmundarsal Listasafns ASI munu löndunarmenn úr Reykjavikurhöfn flytja gjörning á Safnanótt sem ná mun frá höfninni og í gegnum miðbæinn alla leið upp á hæðina og ...

05. febrúar 2016 til 14. maí 2016

Stöpullinn - Þór Sigurþórsson - Hangs

Verk Þórs Sigurþórssonar, Hangs, er það sjötta í röð listaverka sem sett hafa verið á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir ef...

09. janúar 2016 til 31. janúar 2016

Anne Herzog - L´ile infernale - Vítiseyjan

Anne fæddist 1984 í Frakklandi en hún býr og starfar á Íslandi. Hún hefur lokið námi í kvikmyndarannsóknum, margmiðlun og listum frá ýmsum háskólum í Frakklandi, meðal annars Université París 1 Panthéon Sorbonne. Verk Anne h...

28. nóvember 2015 til 20. desember 2015

Gáttir – Gleym mér ei

Laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur, Gunnþórunnar Sveinsdóttur og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur en sýningin nefnist Gáttir – Gleym mér ei. Ath Víðsj...

31. október 2015 til 22. nóvember 2015

Olga Bergmann - Hvarfpunktur / Vanishing point

31. október til 22. nóvember: Hvarfpunktur - Vanishing Point - Verkin á sýningu Olgu Bergmann skírskota í fleiri en eina túlkun á hugmyndinni um hvarfpunkt.

03. október 2015 til 25. október 2015

Brynhildur Þorgeirsdóttir - Samkoma

Samkoma nefnist sýning Brynhildar Þorgeirsdóttur myndhöggvara í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 í Reykjavík.

03. október 2015 til 25. október 2015

Magnús Árnason - Rafsegulsvið æskunnar

3. - 25. október 2015: RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR ELECTROMAGNETIC FIELD OF YOUTH Verkfæri fyrir ósnertanlega hluti, drauma utan marka holdsins, fyrir ósýnileika, horfna heima. Litir.

05. september 2015 til 27. september 2015

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

Laugardaginn 5. september verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur. Hún er fædd 1982 í Reykjavík. en býr og starfar í Belgíu, þar sem hún hefur tekið þátt í ólíkum verkefnum, samsýnin...

05. september 2015 til 01. janúar 2016

Stöpullinn - Björk Guðnadóttir - #hæll #augnhár #sjálfstýring

Fimmta september verður afhjúpað nýtt verk eftir Björk Guðnadóttur; #hæll #augnhár #sjálfstýring á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Bjarkar er úr pappír, lími og stáli og er það sjötta í röð ...

05. september 2015 til 27. september 2015

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir - Innsetningar

INNSETNINGAR Laugardaginn 5. september kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur í Arinstofu og Gryfju safnsins. Þetta eru innsetningar unnar eru út frá hversdagslegu umhverfi, min...

07. ágúst 2015 til 30. ágúst 2015

Þormóður Karlsson - Yfirlitssýning

Þormóður Karlsson stundaði nám í San Francisco á níunda áratug síðustu aldar og átti stuttan en afkastamikinn tíma í Bandaríkjunum. Fólskuleg líkamsárás batt enda á feril hans í myndlist og hann sneri aftur til Íslands á tíunda...

13. maí 2015 til 02. ágúst 2015

Stöpullinn - Kristinn G. Harðarson

14. maí til 2. ágúst 2015 verður myndverk Kristins G. Harðarsonar á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Kristins er úr plexigleri og samsettum ljósmyndum sem teknar eru á Vörðufelli og í næ...

14. maí 2015 til 28. júní 2015

Frenjur og fórnarlömb

Sýningin Frenjur og fórnarlömb er haldin í tilefni þess, að árið 2015 verða hundrað ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Þetta er sýning þar sem konur fjalla um konur, draga fram ýmsar birtingarmyndir kveneðlisins o...

11. apríl 2015 til 03. maí 2015

Anna Rún Tryggvadóttir - Innbyrðis

hreyfing-samruni-flæði Innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og umbreyting eru viðfangsefni Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis í Arinstofu og Gryfju. Í rýmisverkum hennar og teikningum opnast þessi kjarnaði innri ...

07. mars 2015 til 03. maí 2015

Stöpullinn - Margrét H.Blöndal og Huginn Þór Arason

Þann 7. mars kl. 15:00 verður myndverk Margrétar H. Blöndal og Hugins Þórs Arasonar afhjúpað á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41, þar sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur "Á heimleið" stóð áður.

07. mars 2015 til 29. mars 2015

Jón Axel - Endurröðun

Laugardaginn 7. mars kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýningin ENDURRÖÐUN með verkum Jóns Axels Björnssonar.

31. janúar 2015 til 01. mars 2015

#KOMASVO

#KOMASVO! FINISSAGE laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. mars. Listamennirnir verða á staðnum og ræða við gesti og gangandi. Á sunnudag kl. þrjú verður BINGÓPANELL - vegleg verðlaun í boði. RÝMINGARÚTSALA verður á...

08. nóvember 2014 til 30. nóvember 2014

Hugsteypan - Regluverk

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Í gegnum gagnaöflun, rannsóknir og virkt samtal tekur Hugsteypan gjarnan fyrir ákveðið viðfangsefni og vinnur sig smám saman í átt að niðu...

11. október 2014 til 02. nóvember 2014

Hallgerður Hallgrímsdóttir - Hvassast úti við sjóinn

Hvassast úti við sjóinn er rannsókn á íslenskum hversdegi. Samansafn eilífra augnablika, fjalla sem ekki gjósa, endurtekinna daga og óræðra andlita. Hinn skáldaði raunveruleiki er leikfang ljósmyndarans. Ljósmyndin er ekki svar...

11. október 2014 til 02. nóvember 2014

Erla S. Haraldsdóttir - Visual wandering

Verk Erla S. Haraldsdóttir eru spunnin úr þremur meginþáttum; ljósmyndaraunsæi, góðum tökum á aðferðum málverksins og kímni. Samþætting aðferða sem byggja á forsendum hugmyndalistarinnar við lifandi litaspjald og kröftuga pen...

13. september 2014 til 05. október 2014

Birgir Snæbjörn Birgisson - Ladies, Beautiful Ladies

Listasafn ASI, Reykjavik, 13.9–5.10. 2014 og Helsinki Contemporary, Helsinki, 28.11.–31.12. 2014. Sýningarnar eru framhald rannsókna Birgis á spurningum um samfélagslegt og pólítiskt samhengi táknmynda sem hann spyr...

16. ágúst 2014 til 07. september 2014

Erica Eyres og Sigga Björg Sigurðardóttir - Sniffer

Sniffer er fæddur í júní og því dæmigerður tvíburi. Ungur var hann yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Viðtal í Víðsjá 18. mars: http://www.ruv.is/myndl...

31. maí 2014 til 29. júní 2014

IMA 今 NOW

31. MAÍ-29. JÚNÍ IMA 今 NOW byggir á samstarfi fjögurra einstaklinga sem hafa starfað við ólík svið listarinnar frá unga aldri; Koho Mori-Newton frá Japan, Lauren Newton frá Bandaríkjunum, Elínar Eddu Árnadóttur og Sverris Guð...

12. apríl 2014 til 18. maí 2014

Anna Jóelsdóttir - Brot / Fragment, Fracture, Fold, Violation

12. apríl til 18. maí 2014 - ANNA JÓELSDÓTTIR - brot / fragment, fracture, fold, violation. Stórar hálfgegnsæjar arkir málaðar á báðar hliðar, sveigðar, beygðar og mótaðar í skúlptúra, málverk á striga og harmonikkubækur umbr...

12. apríl 2014 til 18. maí 2014

Guðmundur Thoroddsen - Hlutir

Til sýnis eru hlutir. Hlutir sem þjóna engum öðrum tilgangi en að örva sjónskyn þess sem þá skoðar. Þeir eru afurð undanlátssemi við efnislegar fýsnir og beygja sig aðeins undir reglur fagurfræðinnar. Notagildi hlutanna er ills...

15. mars 2014 til 06. apríl 2014

Unnar Örn - Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti

Á sýningu sinni; Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II hluti – hefur Unnar Örn gert Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar. Vegsumerki um óhlýðni frá ólíkum tímabilum eru dregin fram og skoðuð í sjónrænu samhengi. Verkin á sýningunn...

11. janúar 2014 til 09. febrúar 2014

Ingileif Thorlacius - Myndir Ingileifar

Ingileif Thorlacius (1961-2010) lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug sa...

30. nóvember 2013 til 22. desember 2013

Michael Mørk og Tumi Magnússon - Á staðnum

Báðir listamennirnir ganga oftast út frá eigindum staðarins í verkum sínum. Michael Mørk sýnir verk sem liggja á milli þess að vera annarsvegar málverk og húsgögn, og hinsvegar málverk og ljósmynd. Verkin eru geometrískt uppbyg...

02. nóvember 2013 til 24. nóvember 2013

Katrín Elvarsdóttir - Horfið sumar

Fyrir þann sem bíður með sumarþyrsta þrá í brjósti, horfir yfir haf og hauðurí örvæntingarfullri von um fyrstu merki lífs á kalinni jörð, í kyrrlátum skógi, þögnuðu sumri. Fyrir þann sem leitar ummerkja um líf, um sumar sem ætl...

05. október 2013 til 31. desember 2013

Stöpullinn - Ívar Valgarðsson - Varanlegt efni (Snjóbolti)

Laugardaginn 5. október s.l. var tekið í notkun nýtt sýningarrými í Listasafni ASÍ. Þetta nýja rými kallast Gunnfríðarstöpull og er hann staðsettur í garðinum við listasafnið þar sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur, Á heimlei...

07. september 2013 til 29. september 2013

Sigrún Eldjárn - Teiknivísindi - Sjö, níu, þrettán

Uppistaða sýningarinnar eru teikningar, eins konar óður til blýantsins. Þarna er teiknað bæði á pappír, léreft og tré. Stórum og smáum teikningum er teflt saman í salnum. Þær eru frásagnakenndar en þó frjálsar og óháðar, gerðar...

09. ágúst 2013 til 01. september 2013

Hadda Fjóla Reykdal

Hadda Fjóla Reykdal sýnir málverk í Ásmundarsal og Arinstofu sem eru unnin út frá hughrifum úr íslenskri og sænskri náttúru. Í verkum sínum fjallar Hadda um það hvernig litirnir breytast eftir veðri og vindum, njálægð, fjarlægð...

09. ágúst 2013 til 01. september 2013

Didda Hjartardóttir Leaman - Tilfærslur

Á sýningunni eru málverk og önnur myndverk, m.a. myndband sem skrásetur ákveðna gönguleið. Hugmyndin að verkinu spannst út frá þráhyggjukenndum leik listamannsins en hún snýst um að horfa í þá átt sem gengið er eða þangað sem ...

25. maí 2013 til 23. júní 2013

Augliti til auglits - Portrett í Listasafni ASÍ

Á sýningunni eru portrett eftir eldri listamenn sem og samtímalistamenn, þekkta og lítið þekkta. Þar eru sýnd öndvegisverk og önnur sem hafa lifað skuggatilveru í geymslum og skúmaskotum, hefðbundin hvítflibbaportett og samtíma...

16. mars 2013 til 14. apríl 2013

Unndór Egill Jónsson - Permanence is But a Word of Degrees

Ó lífið, stöðugt knúið til að bregðast við sífelldum breytingum umhverfis síns. Eintóna hljómur tímans tifar sem taktgjafi þeirrar dramatísku sinfóníu, fæðingar og dauði, er þær breytingar kalla fram. Hvers vegna varð sjálfið t...

16. mars 2013 til 14. apríl 2013

Eygló Harðardóttir - Arkítektúr hugans - útleið

Eygló sýnir teikningar og málverk á pappír, skúlptúra unna út frá minningum og upplifunum. Verkin eru einskonar skýringarmyndir sem klipptar eru og límdar saman eftir kúnstarinnar reglum. Þannig eru upplýsingarnar sem gefnar er...

16. febrúar 2013 til 10. mars 2013

Eirún Sigurðardóttir - Gæfusmiður

Hugmyndin um að hver sé sinnar gæfu smiður er á vissan hátt valdeflandi en um leið er hún full sjálfsblekkingar. Það getur verið notalegt að ylja sér við þessa hugmynd í allsnægtum en hjá því verður ekki komist horfa á heiminn ...

12. janúar 2013 til 10. febrúar 2013

Bjarki Bragason - Hluti af hluta af hluta, þættir I-III

Í verkum sínum fjallar Bjarki um áhrif söglegra atburða og hugmyndafræði á einstaklinga, og stillir gjarnan saman frásögnum skáldsagnapersóna og lifandi einstaklinga. Verk hans fjalla um ímyndir, tungumál og tíma. Verkið Á mil...

03. nóvember 2012 til 16. desember 2012

Dimmbjartir staðir

Ísak Harðarson, ljóð / Jón Stefánsson, málverk / Sigrún Jónsdóttir, hljóðverk. Sýningarstjórn Steinunn G. Helgadóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

06. október 2012 til 28. október 2012

Ragnheiður Jónsdóttir - Slóð

Sýningin Slóð er 31. einkasýning Ragnheiðar en þar sýnir hún 16 stórar kolateikningar og átta verk frá fyrstu grafíksýningunni. Fyrstu einkasýningu sína opnaði Ragnheiður í Casa Nova 7. september 1968, þar sem hún sýndi ljóðræ...

08. september 2012 til 30. september 2012

MINNING UM MYNDLIST

Útimyndlistarsýningarnar á Skólavörðuholti 1967 - 1972 brutu blað í sögu höggmyndalistar á Íslandi og voru jafnfram kímið að stofnun Myndhöggvarafélagsins. Sýningarnar fimm voru víðfeðmar. Fjörutíu og fimm listamenn á aldrinu...

19. maí 2012 til 01. júlí 2012

Sjálfstætt fólk, Listahátíð 2012 - Rúrí - IC-98 - Wooloo

„Sjálfstætt fólk“, (I)ndependent People er viðamikið og metnaðarfullt alþjóðlegt myndlistarverkefni sem leggur undir sig mikinn fjölda sýningarrýma, sýningarsala, safna og opinbera staði í Reykjavík og víðar á Listahátíð og fra...

14. apríl 2012 til 13. maí 2012

Núningur

NÚNINGUR / FRICTION byggir á hugmyndum sem sýningarstjórarnir; þeir Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur Gíslason hafa mikið rætt og mótað á undanförnum misserum og tengist djúpstæðum áhuga þeirra á fjölþæ...

10. mars 2012 til 01. apríl 2012

Einar Falur Ingólfsson - Skjól

Á sýningunni eru þrjár tengdar ljósmyndaraðir. Í Arinstofu eru Skjól, Griðastaðir í Ásmundarsal og Svörður í Gryfju. Öll verkin eru frá síðustu fjórum árum og þróðuðust sem persónuleg viðbrögð við bankahruni og aðstæðum teng...

11. febrúar 2012 til 04. mars 2012

Sara og Svanhildur Vilbergsdætur - Systrasögur

Systurnar Sara og Svanhildur hafa málað saman frá því síðsumars 2010. Þær kjósa að kalla hugmyndavinnuna og framkvæmdina “dúettmálun” og hún fer þannig fram að þær vinna hugmyndir saman frá grunni, kasta þeim á milli sín, grípa...

14. janúar 2012 til 05. febrúar 2012

ANNA LÍNDAL - Kortlagning hverfulleikans/Mapping the impermanence

Kortlagning hverfulleikans fjallar um viðkomustaði. Í stóra salnum er stigið í vænginn við þéttan massa og örsmáar agnir. Viðkomustaðirnir eru Grímsvötn og Eyjafjallajökull. Askan úr síðustu eldgosum er aðdráttaraflið....

12. nóvember 2011 til 11. desember 2011

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson - Móðan gráa

Sýningin í Listasafni ASÍ samanstendur af olíumálverkum, vatnslitamyndum og tölvuunnum ljósmyndum af því görótta fljóti, Jökulsá á Fjöllum.

15. október 2011 til 06. nóvember 2011

Inga Þórey Jóhannsdóttir - Málverk og myndastyttur

Á sýningunni umbreytir Inga Þórey safninu í annan viðkomustað á einu og sama ferðalaginu. Með innsetningu málverka og myndastytta gerir hún tilraunir með “spennu” augnabliksins, “spennu” biðtímans og togstreitu efnisins.

15. október 2011 til 06. nóvember 2011

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Í myndlistinni sinni hefur Þorbjörg unnið með hversdagsleikann og undursamlega fegurð hans. Stillt upp atburðum og sett á svið. Endurgert og endurskapað hluti og atburði. Gert ljósmyndir, vídeó, módel og innsetningar. Stundum ...

17. september 2011 til 09. október 2011

Hildur Hákonardóttir

Hildur hefur með myndlist sinni og þáttöku í kvenréttindabaráttu og menningarpólitík fetað sinn eigin veg í íslenskri listasögu og markað þar djúp spor.

20. maí 2011 til 12. júní 2011

Harpa Árnadóttir - Að fanga hverfandi andrá

Hversu lengir varir augnablik? Á sýningu Hörpu Árnadóttur, Mýrarljós, má sjá hugleiðingar um hverfulleika hinnar síkviku andrár, tilraunir til að framlengja hana, lifa í henni og njóta. Náttúrufyrirbærið mýrarljós er eins ...

09. apríl 2011 til 14. maí 2011

Elín Pjet. Bjarnason - Öll erum við einskonar trúðar

Sýningin er haldin af tilefni þess, að safninu hafa borist að gjöf um 500 verk úr dánarbúi Elínar frá systursonum hennar Pjetri Hafstein Lárussyni og Svavari Hrafni Svavarssyni. En þetta er jafnframt fyrsta einkasýningin sem ha...

12. mars 2011 til 03. apríl 2011

Brynhildur Þorgeirsdóttir - Hugarlundur

Á sýningunni eru skúlptúrar sem að stórum hluta voru unnir í samvinnu við og á gestavinnustofu The Glass Museum í Tacoma í Bandaríkjunum. Þetta eru fíguratífir skúlptúrar með rætur í jurtaríkinu, meðal annars nýjar tegundir sem...

12. mars 2011 til 03. apríl 2011

Jón Henrýsson

Á sýningunni getur að líta málverk, vel einangruð gagnvart napurnæðingi tilverunnar. Með því að mála nýjar helgimyndir af kærleikans villigötum og breiðstrætum, þá má kannski brosa í gegnum tárin. Listamaðurinn vonar alla vega ...

11. febrúar 2011 til 06. mars 2011

Páll Haukur Björnsson - Við bjuggum til okkar eigin leiki

Höggmynd/myndband. Ljóðrænt og óhlutbundið samtal í óræðum og draumkenndum heimi. Brot úr samtali: B: we made our own games / A: a longing B: physically uncomfortable A: the advanced guard is a museum / B: dust & bones /...

11. febrúar 2011 til 06. mars 2011

Curver Thoroddsen - Fjölskyldukvintettinn II

Fjölskyldukvintettinn II samanstendur af myndbandsverki þar sem listamaðurinn og fjölskylda hans impróvísera á hljóðfæri sem þau kunna ekki á. Verkið er portrett af fjölskyldu og á sama tíma spunahljóðverk. Við að taka fjölsk...

15. janúar 2011 til 06. febrúar 2011

Ingibjörg Jónsdóttir - Erkitýpur

Ingibjörg Jónsdóttir sýnir sviðsettan vefnað hurðir, ... Gríska orðið Archetypos merkir frum-mynstur. Í vefnaði sögunnar lesum við mynstur sem myndast við straumhvörf. Á sýningunni fáum við að ganga inn í vefinn; up...

30. október 2010 til 21. nóvember 2010

Erla Þórarinsdóttir - Samtímis

„Samtímis“ er heiti þrískiptrar sýningar Erlu Þórarinsdóttur í Listasafni ASÍ þar sem við sjáum í gryfjunni skyggnimyndaseríu varpað á vegg með skyndimyndum frá ferðalögum hennar um stórborgir Indlands og Kína í bland við ves...

03. september 2010 til 19. september 2010

Svava Björnsdóttir og Inga Ragnarsdóttir - Tíminn fer ekki hann kemur

„Tíminn fer ekki, hann kemur“ (grænlenskt spakmæli) Þessi sýning er tilraun til að tengjast framrás tímans á myndrænan hátt. Efni, rými og hreyfing er sá veruleiki sem við skynjum í dagsins önn. Það er ögrandi viðfangsefni að ...

10. júlí 2010 til 29. ágúst 2010

Litadýrð - Verk úr safneigninni

Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ sýning á verkum úr safnaeigninni. Listaverkin eru valin með tilliti til þess tjáningarkrafts sem býr í litameðferð listamanna sem annars virðast eiga fátt sameiginlegt hvað varðar t.d. efnistök ...

12. júní 2010 til 04. júlí 2010

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna saman að þríleiknum Áfram með smjörlíkið! sem fer fram í Reykjavík, á Djúpavík, og í Berlín sumarið og haustið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem þau samvinna sýningaröð en þau eiga að baki víðt...

15. maí 2010 til 06. júní 2010

Ólöf Nordal - Fyrirmyndir

Í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu sýnir myndlistarkonan Ólöf Nordal röð nýrra ljósmynda. Sýningin er innblásin af gamalli sögn um mann sem er á ferð upp til fjalla. Hann gengur fram á lík af ungum manni sem jökulli...

18. apríl 2010 til 02. maí 2010

Ólafur S. Gíslason - Identity check

Í sýningunni “Identity Check” tekst Ólafur á við sjálfsmynd unglinga sem búsettir eru á Íslandi. Íslendingar eru að fara í gegnum erfitt skeið og sjálfsmyndin er í mikilli endurskoðun. Unglingarnir eru næmir og visa Ólafi leiði...

06. mars 2010 til 28. mars 2010

Sigrid Valtingojer - Þögul spor

Sigrid sýnir ný verk í Ásmundarsal, en kveikjan að þessum verkum eru örlög þeirra miljóna manna sem á síðustu áratugum hafa leitað nýrra heimkynna í Evrópu. í Arinstofu gefur að líta myndröðina Landslag frá árinu 1986 en fyri...

06. febrúar 2010 til 28. febrúar 2010

Guðrún Gunnarsdóttir - Að muna sinn fífil fegri

Að muna sinn fífil fegurri er heiti á sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur í Listasafni ASÍ. Sýningin er unnin út frá fíflum, þ.e.a.s. blómunum fíflum, latneska heitið á túnfífli er Taraxacum Weber. Horft er á fíflana frá ýmsum s...

06. febrúar 2010 til 28. febrúar 2010

Guðmundur Ingólfsson - Heimild um horfinn tíma

Gudmundur Ingólfsson lærði ljósmyndun hjá Otto Steinert við Folkwangschule fuer Gestaltung í Essen, Þýskalandi 1968-1971 og starfaði sem aðstoðarmaður hans um tíma. Gudmundur hefur rekið ljósmyndastúdíoið ÍMYND síðan 1972, o...

09. janúar 2010 til 31. mars 2010

Jóhannes Dagsson - Firnindi

Sýningin er í Gryfjunni og Arinstofu. Viðfangsefnið er landslag sem tilbúningur. Með því að setja fyrirmyndina innan sviga verður skynjun og upplifun aðalatriðið. Val okkar á birtingarmyndum og hvernig við veljum að upplifa ...

09. janúar 2010 til 31. janúar 2010

Þorri Hringsson - Sjóndeildarhringur tilverunnar

Þorri Hringsson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1991. Hann hefur haldið margar einkasýningar hér heima og í Hollandi og tekið þátt í samsýning...

21. nóvember 2009 til 13. desember 2009

Halldór Ragnarsson - Saxófónn eða kontór?

Halldór er 28 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2007 ásamt því að hafa numið heimspeki í Háskóla Íslands áður. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, bæði hér á landi og...

21. nóvember 2009 til 13. desember 2009

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Jóhanna er menntuð við Listaháskóla Íslands og The School of the Art Institute of Chicago, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2007. Sjálf segir listakonan um sýninguna: „Sýningarhugmyndir mínar fyrir Listasafn ASÍ snúast m.a. um ...

26. september 2009 til 18. október 2009

Guðjón Ketilsson - Hlutverk

Guðjón er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada og hefur hann haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Danmörku, Svíþjóð, Noreg...

26. september 2009 til 18. október 2009

Lothar Pöpperl

Lothar er fæddur í Neunburg vorm Wald og menntaður við Akademie der bildenden Kunste, Nürnberg og Kunstakademie Düsseldorf. Hann hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1995 og m.a. sýnt í Nýlistasafninu. Á sýningunni verða m...

29. ágúst 2009 til 20. september 2009

Valgerður Hauksdóttir -Áttir og áttleysur

Sýningin er einkasýning og verður hún í öllum sýningarsölum safnsins. Valgerður sýnir ný verk unnin á tímabilinu 2007 til 2009, ljósmyndir og grafíkverk, m.a. þurrnálsteikningar, ætingar og verk unnin með blandaðri tækni. ...

30. maí 2009 til 21. apríl 2009

Aðalheiður Valgeirsdóttir - Tímaljós

Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir olíumálverk í Ásmundarsal. Verkin eru máluð austur í sveit sl. vetur. Í þeim birtast náttúruupplifanir frá hausti til vors þar sem ólík birtuskilyrði tímans varpa síbreytilegu ljósi á náttúruna s...

30. maí 2009 til 21. júní 2009

Karl Ómarsson - Innsetning

Karl Ómarsson lauk M.A. gráðu í Theory and Practice of Transnational Art, frá University of the Arts London árið 2006, hann býr og starfar í London. Síðast liðið vor lauk stuttri vinnustofudvöl hans í Schloß Balmoral, en afras...

02. maí 2009 til 17. maí 2009

Þóra Sigurðardóttir og Sólrún Sumarliðadóttir

Þóra Sigurðardóttir Texti, teikningar og grafík Verkin fjalla um gólf og veggi húss; snertingu við rými og tíma, hreyfingu og kyrrstöðu. Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ísland og fram...

04. apríl 2009 til 26. mars 2009

Keiko Kurita - tree/sleep

Í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ sýnir verk sín ung japönsk listakona, Keiko Kurita, sem getið hefur sér gott orð sem ljósmyndari. Sýningin, sem hún nefnir "tree/sleep", er unnin á undanförnum fjórum árum og byggir að h...

04. apríl 2009 til 26. apríl 2009

Bjargey Ólafsdóttir - Stungið af til Suður - Ameríku

Sjálf segir Bjargey um teikningarnar sínar: Ég hef alltaf teiknað fólk frá því að ég var barn og þegar ég var að læra handritsskrif og kvikmyndaleikstjórn í Amsterdam, þá fóru persónurnar sem ég teiknaði að tala. Ég fór sv...

07. mars 2009 til 29. mars 2009

Ívar Valgarðsson - Hringir, hámarksstærð

Sýning Ívars samanstendur af fjórum áður ósýndum rýmisverkum. Þó þau séu ólík innbyrðis tengjast þau sjónrænt og formrænt á ýmsa vegu. Verkin eru misstór og hefur hvert verk sitt afmarkaða rými. Stærsta staka verkið leggur und...

07. febrúar 2009 til 01. mars 2009

Þuríður Sigurðardóttir - Á milli laga

Á sýningunni má líta nokkrar seríur málverka sem Þuríður hefur unnið að undanfarin ár, auk þrykkverka sem gerð eru með hrápappír, myndbands- og hljóðverks. Leiðarstef verkanna er rannsókn á þeirri tilfærslu sem listamaðurinn up...

10. janúar 2009 til 01. febrúar 2009

Kristján Steingrímur - Málverk, teikningar, ljósmyndir

Á sýningunni gefur að líta bæði ný og eldri verk, unnin með jarðefnum beint á veggi og striga, auk teikninga og ljósmynda. Sýningin í Listasafni ASÍ fjallar meðal annars um níu garða í þrem heimsálfum, má þar nefna Central Par...

29. nóvember 2008 til 21. desember 2008

Jólakjólar

Eftirtaldir hönnuðir eiga verk á sýningunni: Ásgrímur Friðriksson, Ásta Guðmundsdóttir, Birna Karen Einarsdóttir, Birta Björnsdóttir, Björg Ingadóttir, Brynhildur ...

01. nóvember 2008 til 23. nóvember 2008

Gylfi Gíslason 1940-2006 - Yfirlitssýning

Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 og er sýningin haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum en gat sér fyrst og fremst orð fyrir teikningar sínar, þar se...

04. október 2008 til 26. október 2008

Haraldur Jónsson - Myrkurlampi

Á sýningunni eru ný verk úr ýmsum efnum og óefnum, m.a. hljóðverk, keramikhlutir, leiðsluverk og ljósmyndir. Öll eru verkin unnin sérstaklega út og inn frá byggingunni sjálfri og vísa til mismunandi og margbrotinna skynsviða á...

30. ágúst 2008 til 28. september 2008

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Viðfangsefni verkanna í Listasafni ASÍ tengjast öll tíma, rými og frásagnarmætti efnanna, en sýningin samanstendur af teikningum á pappír, viðarskúlptúrum og ljósmyndum. Inntak sýningarinnar skilgreinir Sólveig á eftirfarandi...

21. júní 2008 til 24. ágúst 2008

Straumar - verk úr eigu Listasafns ASÍ

Á sýningunni STRAUMAR eru verk í eigu Listasafns ASÍ; verk úr stofngjöf safnsins frá Ragnari Jónssyni í Smára ásamt verkum sem safnið hefur eignast á undanförnum árum, en sum þeirra hafa ekki verið sýnd í safninu áður. .Á sýn...

16. maí 2008 til 15. júní 2008

Halldór Ásgeirsson og Paul Armand

Halldór Ásgeirsson og Paul-Armand Gette sýna verk sem eru inblásin af hinum fjölmörgu eldfjöllum Íslands. Í verkum sínum notar Halldór logsuðutæki til að umbreyta grófgerðu hrauni í undursamlega fíngerða glerfugla, en Gette not...

05. apríl 2008 til 04. maí 2008

Klessulistarhreiðrið - Listvinasalurinn 1951- 1954

Listvinasalurinn var stofnaður árið 1951 af þeim Birni Th. Björnssyni og Gunnari Sigurðssyni í húsnæði Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara við Freyjugötu 41, þar sem nú er Listasafn ASÍ. Til að minnast þessa mikilvæga kafla í ...

08. mars 2008 til 30. mars 2008

Sigurður Örlygsson - Um konu

Sýningin er þrískipt og eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um ýmsa atburði í lífi konu. Í Ásmundarsal eru sjö stór olíumálverk er sýna ýmsa kafla úr þroskaskeiði konu. Í arinstofu eru akrýlmyndir úr myndaflokki sem...

24. nóvember 2007 til 21. desember 2007

Kvikar myndir - Reykjavíkurhöfn í íslenskri myndlist

Fáir staðir hafa verið eins afgerandi og mótandi í borgarmyndinni og Reykjavíkurhöfn sem nú er 90 ára. Sýningin Kvikar myndir tengir stöðuga þróun hafnarinnar við túlkanir ólíkra myndlistamanna. Myndir hafnarinnar eru myndir á...

27. október 2007 til 18. nóvember 2007

Rabnsú - XGeó

Ransu er fæddur í Reykjavík 1967. Hann er menntaður m.a. við AKI - Akademie voor Beeldend Kunst í Hollandi og National College of Art and Design í Dublin og hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæð...

27. október 2007 til 18. nóvember 2007

Sari Maarit Cedergren - Hviða

Sari hefur undandarin ár verið að vinna verk sem endurspegla mismunandi hliðar á íslensku veðri með gifsi og steypu. Veðrið snertir okkur öll og hefur áhrif á þjóðfélagið í heild sinni. Sari hefur undanfarin ár verið að vin...

29. september 2007 til 21. október 2007

Magnús Tómasson - DRASL Ferðalag um skissubækur Magnúsar Tómassonar

Magnús er fæddur í Reykjavík 1943. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1962, þá 19 ára gamall. Ári síðar innritaðist hann í Listaháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan frá málaradeild og...

01. september 2007 til 23. ágúst 2007

Kjartan Ólason - Myndverk

Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Strax í upphafi ferils síns vakti Kjartan athygli fyrir verk sín og hefur hann síðan haldið einkasýningar og...

01. september 2007 til 23. ágúst 2007

Hildur Bjarnadóttir

Hildur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur Bjarnadóttir verk þar ...

30. júní 2007 til 26. ágúst 2007

Sumarsýning - Verk í eigu safnsins

Það var Ragnar Jónsson, forstjóri í Smára, sem gaf ASÍ 120 listaverk að gjöf sem stofn í Listasafn ASÍ þann 17. júní 1961 og hefur safnið verið í stöðugum vexti síðan. Sumarsýningin er í öllu húsinu og spannar breitt tímabil í ...

02. júní 2007 til 24. júní 2007

Katrín Elvarsdóttir - Ljósmyndr

,, Ljósmyndirnar eru eins konar birtingarmynd þeirrar þrár sem hver maður ber með sér um fullkominn heim, fullkomið augnablik, sem smýgur burt úr greipum okkar þegar minnst varir og úthugsuð umgjörðin um líf okkar stendur eftir...

02. júní 2007 til 24. júní 2007

Hye Joung Park - Stungur

Hye Joung er listamaður frá Suður Kóreu, hún lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur starfað við myndlist síðan. Þetta er önnur einkasýning hennar á Íslandi en undirbúningur hennar hefur staðið yfir síðan snemma á...

31. mars 2007 til 29. apríl 2007

Borghildur Óskarsdóttir - Opnur

Uppistaðan í sýninginni er ættar- og fjöldkyldusaga sem tengist hinum ýmsu stöðum á sunnanverðu landinu, náttúrunni þar og húsunum. Ívafið, skálar og stjörnumerki. Loftið sem við öndum að okkur, lék um fyrri kynslóðir og raddir...

03. mars 2007 til 25. mars 2007

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Kannski má enn líta á málverkin sem ítarlegustu úrvinnsluna þar sem fletirnir spila ...

23. febrúar 2007 til 25. mars 2007

Etienne de France

LIFE SUCKS! ÚTÓPÍA OG SÍÐASTA BLA-BLA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ SÝNDARHEIMAR ERU EKKI LENGUR BARA VÆNTINGAR EÐA LÝSINGAR HÖFUNDA VÍSINDASKÁLDSAGNA Á ÞRÓUN MANNLEGS SAMFÉLAGS. ÞÖRFIN FYRIR ÚTÓPÍU ER EILÍFUR DRAUMUR. „HÁLFHEIM...

03. febrúar 2007 til 25. febrúar 2007

Eygló Harðardóttir - Leiðsla

Á sýningunni eru skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk. Verkin eru unnin með gryfjuna og salinn í Listasafni ASÍ í huga, rými sem hægt er að hugsa sér eins og skúlptúr eða líkama sem hefur tvo ólíka póla....

06. janúar 2007 til 28. janúar 2007

Hlynur Helgason - 63 dyr Landspítala við Hringbraut

Landspítalinn við Hringbraut hefur allt frá fjórða áratug síðustu aldar verið þungamiðja í samfélagsþjónustu íslendinga við þegnana. Flestir landsmenn koma þar við, hvort sem það er í fæðingu eða í aðdraganda andláts. ...

06. janúar 2007 til 28. janúar 2007

Jóhann Ludwig Torfason - Ný leikföng

Á sýningunni eru tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvituðu yngstu kynslóð. Einnig sýnir Jóhann silkiþrykktar þrautir.

11. nóvember 2006 til 03. desember 2006

Kristinn Már Pálmason -málverkainnsetning

Kristinn Már Pálmason - l MÁLVERKAINNSETNING. Sýning Kristins er stór málverkainnsetning sem byggð er á samþættingu ólíkra aðferða og merkingafræðilegra þátta í tungumáli málverksins. Innsetningin samanstendur efnisle...

11. nóvember 2006 til 03. desember 2006

Kristín Helga Káradóttir

Kristín Helga Káradóttir sýnir myndbands-sviðsetningu í Gryfju Listasafns ASÍ. Um er að ræða stuttar sviðsettar myndir þar sem listakonan sjálf kemur fram. Þessum myndskeiðum er varpað upp í sýningar-rýminu sem hefur verið klæ...

14. október 2006 til 05. nóvember 2006

Pétur Örn Friðriksson - Vísindaverk

Halkíon. Til þess að heimsækja fuglinn Halkíon þarf að undirbúa sig vel og lengi. Ýmislegt þarf að athuga, komast að því hvar hann heldur sig, hvar á hafinu hann gerir sín hreiður og hvernig best sé að komast þangað. Þessi ...

14. október 2006 til 05. nóvember 2006

Eirún Sigurðardóttir - Blóðhola

Sýningin heitir Blóðhola. Þessi hola sem er sterkari en þrumuguðinn Þór og bjartari en nokkur dís hefur að geyma unaðslega mýkt og sveigjanleika. Hún er tenging okkar við fortíðina, hellinn þar sem líf okkar kviknaði. Innan í...

16. september 2006 til 08. október 2006

Harpa Árnadóttir - Teikningar

Harpa Árnadóttir sýnir tvær innsetningar. Í Gryfju “Teikningar” og “Öll þessi orð og hljóðnaðir sálmar” í Arinstofu. Verkin eru unnin á þessu ári. Harpa stundaði framhaldsnám við Listaháskólann Valand í Gautaborg, þar se...

16. september 2006 til 08. október 2006

Ragnheiður Jónsdóttir -Teikningar

STORÐ Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stórar kolateikningar í Ásmundarsal. Verkin á sýningunni eru frá síðustu tveimur árum. Þetta er 28. einkasýning Ragnheiðar auk þátttöku í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Fy...

19. ágúst 2006 til 10. september 2006

Alexandra Signer og Tumi Magnússon - VÍDEÓ-INNSETNINGAR

Aleksandra fæddist 1948 í Póllandi og lauk prófi frá Listaháskólanum í Varsjá 1973. Árið 1977 flutti hún til Sviss og hefur síðan starfað að myndlist sinni í St. Gallen. Hún vinnur mest með vídeóinnsetningar og mörg verkanna sp...

03. júní 2006 til 25. júní 2006

Huginn Þór Arason og Unnar Örn Jónasson - así fraktal grill

Huginn og Unnar vinna sýninguna ASÍ – FRAKTAL - GRILL í sameiningu með umhverfi sýningarstaðarins í huga. Listamennirnir reyna með sýningunni að fletta ofan af illsýnilegum, óskráðum en kannski augljósum hliðum þess samfélags ...

06. maí 2006 til 28. maí 2006

Kees Visser - MÁLVERK

Kees Visser er fæddur 1948 í Hollandi og býr og starfar í Haarlem, Hollandi. Það eru 30 ár síðan hann kom fyrst til Íslands og er sýninging haldin til að minnast þessara tímamóta. Verk hans eru málverk unnin á pappír. ...

08. apríl 2006 til 30. apríl 2006

Ásta Ólafsdóttir - Túbab túbab

Í Afríkuríkinu Malí kalla krakkarnir oft „Túbab” sem þýðir “hvítur maður” og koma svo hlaupandi í áttina að hvíta ferðamanninum til að skemmta sér við að fylgjast með honum í smástund. Fyrir Íslending er margt sem erfitt er a...

08. apríl 2006 til 30. apríl 2006

Anna Jóelsdóttir heima?/home?

Í nýútkominni sýningarskrá fjallar Jón Proppé listfræðingur um verk Önnu og segir m.a.: " Í málverkum Önnu Jóelsdóttur æða litaborðar skrykkjótt yfir myndflötinn og virðast rista upp sjálft yfirborð myndarinnar á sumum stöðum s...

11. mars 2006 til 02. apríl 2006

Olga Bergmann - Innan garðs og utan

Olga Bergmann í samvinnu við hliðarsjálf hennar doktor B. hafa um nokkurt skeið krukkað í sameiningu í möguleika erfðavísindanna og hugsanleg áhrif þeirra á þróunarsöguna er til langs tíma er litið. Á sýningunni “Innan garðs...

11. febrúar 2006 til 05. mars 2006

Guðrún Marínósdóttir - Einskonar gróður

Guðrún vinnur út frá gamalli hefð í handverki sem barst frá Evrópu til Íslands á 19.öld. Mannshár var þá notað við gerð ýmissa muna, t.d. úr- og hálsfesta. Einnig við gerð minningarspjalda, þar sem unnir voru blómsveigar úr ma...

11. febrúar 2006 til 05. mars 2006

Ingibjörg Jónsdóttir - Fínofnar himnur og þulur um tímann

Rómverski heimspekingurinn og skáldið Karus Lúkretíus (ca 90-55 f Kr.) segir í fræðiljóði sínu De Rerum Natura (Um eðli hlutanna) að frá öllum lífverum og hlutum streymi stanslaust fínofnar himnur. Hann líkir þessum himnum við ...

07. júlí 2005 til 14. ágúst 2005

Sumarsýning

Verk eftir Jóhannes Kjarval, Svavar Guðnason, Sigurjón Ólafsson, Gunnlaug Scheveing, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason

15. janúar 2005 til 06. febrúar 2005

Svavar Guðnason

Málverk úr eigu Listasafns ASÍ í Arinstofu

17. apríl 2004 til 17. apríl 2004

Björk Guðnadóttir - Áform innri framkvæmd spenna

Tilraunir með féleagslegan þrýsting, viðbrögð og atferli sem setja af stað atburðarrás sem er óvænt. Þar sem reynt er að einangra ósamræmið sem getur myndast af því að vera fyrirfram búinn að ákveða viðbrögð.

12. júní 2004 til 04. júlí 2004

Rósa Sigrún Jónsdóttir frá Fremstafelli - Horfðu djúpt

“Horfðu djúpt” Í Gryfju sýnir Rósa S. Jónsdóttir og ber sýning hennar yfirskriftina “Horfðu djúpt”."Sumarið 2003 tók ég þátt í 5 daga bakpokaferð umhverfis hið fyrirhugaða Hálslón fyrir innan Kárahnjúka. Gangan hófst við Sauðá...

10. júlí 2004 til 15. ágúst 2004

Sumarsýning 2004

Sumarsýning - Verk í eigu safnsins.

21. ágúst 2004 til 12. september 2004

Hildur Bjarnadóttir - að strekkja striga

VERK Í Ásmundarsal sýnir Hildur Bjarnadóttir verk þar sem hún skoðar og umbreytir ráðandi hefðum í listheiminum. Hún vinnur á persónulegan hátt með handverkshefðir, en í stað hefðbundinna nytjahluta verða til listaverk sem s...

21. ágúst 2004 til 12. september 2004

Hafdís Helgadóttir - Myndstur

MYNDSTUR Er eitthvert vit í þessu? Í Gryfju sýnir Hafdís Helgadóttir nýtt myndbandsverkið sem unnið er á þessu ári og ber heitið Myndstur - er eitthvert vit í þessu? Það er mótað af viðbragði við áreiti og hverfist bygging ...

16. október 2004 til 07. nóvember 2004

Guðjón Ketilsson - Verkfæri

Verkfæri Á sýningunni sem ber yfirskriftina Verkfæri, gefur að líta fjöldann allan af hlutum sem kalla mætti tálmyndir, myndverk sem hafa yfirbragð verkfæra. „Verkfæri okkar eru ekki eins og aðrir hlutir. Þau stan...

16. október 2004 til 07. nóvember 2004

Kolbrún Kjarval - Hefð

Hljómur skálanna Þetta er níunda einkasýning Kolbrúnar, sem einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Seinasta einkasýning hennar var í Stöðlakoti árið 1999. Kolbrún hefur verið með vinnustofu og gallerí að Skólavörðustí...

13. nóvember 2004 til 05. desember 2004

Erling Klingenberg og David Diviney - Rap

“Ertu að horfa á mig / Are you looking at me”. Undanfarin ár hefur Erling Þ.V. Klingenberg verið að einblína á heim myndlistarinnar, oft með sjálfan sig að vopni, innan um goðsagnir, drífandi öfl og áhrifavalda þess umhve...

13. nóvember 2004 til 05. desember 2004

Sara Björnsdóttir

“Ég elska tilfinningarnar þínar” Sara Björnsdóttir sýnir í Gryfju og Arinstofu verk sem ber heitið “Ég elska tilfinningarnar þínar”. Í Gryfju sýnir Sara staðbundið vídeóverk en í Arinstofu sýnir hún skúlptúr.

11. janúar 2003 til 26. janúar 2003

Þóroddur Bjarnason

Þóroddur Bjarnason sýnir í Ásmundarsal og Gryfju.

01. febrúar 2003 til 16. febrúar 2003

THEN - Birgir Snæbjörn, Gísli Bergmann o.fl.

Private view … then …part 4 is a group exhibition that explores notions of place, displacement or non-place. These models, whether real, remembered; or imagined are theoretical constructs that concern contemporary cultur...

22. febrúar 2003 til 09. mars 2003

Hildur Margrétardóttir

Í aðalsal safnsins,efri hæð er málverkasýning. Á opnun gjörningur. Í gryfju á neðri hæð vídeoverk með myndum frá myndbandi á vegg, slides-sýning. Ég var beðin um hugmyndirnar bak verkanna. Hér koma nokkrar hugsanir. ...

15. mars 2003 til 30. mars 2003

Gunnar Örn Gunnarsson

Sýningin er tvískipt, hugafarslega líka. Í Gryfju eru verk sem kallast ,,Sálir” og eru unnin út frá hugleiðsl iðkun, bergmála andlegt ferðalag. Andi þeirra er kyrrð, friður, horft í tómið. Efri hæðin endurspeglar líf og...

11. janúar 2003 til 09. mars 2003

Fimm alþýðulistamenn

Arinstofa: Eggert Magnússon, Ísleifur Konráðsson, Samúel Jónsson, Sigurlaug Jónasdóttir og Stefán Jónsson.

15. mars 2003 til 20. apríl 2003

Konkret - Fimm abstraktlistamenn

Arinstofa: Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.

05. apríl 2003 til 20. apríl 2003

Þorgerður Sigurðardóttir

ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Himinn og jörð Sýning Þorgerðar í Ásmundarsal nefnist Himinn og jörð. Þar eru sýndar blýantsteikningar á akrýlgrunnuðum pappír, allar unnar á þessu ári. Myndefnið byggist á grunnformunum hring og f...

05. apríl 2003 til 20. apríl 2003

Guðrún Erla Geirsdóttir

G.ERLA Hvarf G.ERLA sýnir verk sín á þaksvölum, í gryfju og stiga Listasafns ASÍ. Sýninguna nefnir hún. Hvarf. Þó verkin á sýningunni eigi það sameiginlegt að þar er nálin notuð sem verkfæri og þráður og dúkur sem ...

26. apríl 2003 til 11. maí 2003

Sigrid Valtingojer og Kunito Nagaoka

KUNITO NAGAOKA og SIGRID VALTINGOJER Kunito Nagaoka býr í Kyoto, Japan, og er prófessor í Kyoto Seika- Listaháskóla. Hann á að baki langan feril sem myndlistamaður á alþjóðlegum vettvangi. Kunito Nagaoka...

20. júní 2003 til 03. ágúst 2003

Sumarsýning 2003

Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Nína Tryggvadóttir og Kristján Davíðsson.

08. ágúst 2003 til 31. ágúst 2003

Ragnar Kjartansson

Sýningin sem stendur dagana 2.- 23. ágúst 2003 er minningarsýning um Ragnar Kjartansson, myndhöggvara, en hann hefði orðið áttræður þann 17. ágúst nk. Sýningin er yfirlitssýning með megináhelslu á keramik, en Ragnar er ei...

08. ágúst 2003 til 12. október 2003

Kristinn Pétursson

Arinstofa: Á mörkum landslags og afstraktsjónar

06. september 2003 til 21. september 2003

Inga Jónsdóttir

Inga sýnir verk um form og formleysur, mælingar, tíma og verðgildi. Tilraun til að vinna með það sem þyrlast í umhverfinu.

28. september 2003 til 12. október 2003

Einar Garibaldi

Á sýningunni sækir listamaðurinn fyrirmynd sína í yfirlit Landmælinga íslands á svokölluðum landshlutakortum, sem eru alls níu talsins. Eitt helsta markmið verkanna er að afbyggja þá undirliggjandi merkingu sem slík kort birt...

18. október 2003 til 02. nóvember 2003

Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir

Listakonurnar hafa báðar verið mjög virkir þátttakendur í listalífinu en einnig látið til sín taka í gagnrýninni þjóðfélagumræðu líðandi stundar, bæði hvað varðar listpólitík og umhverfismál. Sýningin fjallar að vissu mar...

08. nóvember 2003 til 23. nóvember 2003

Guðný Guðmundsdóttir og Jonathan Meese

Í Ásmundarsal eruverk Guðnýjar Guðmundsdóttur, blýantsteikningar, leirstyttur og pappírskúlptúrar sem fjalla á einn eða annan hátt um tækni, uppbyggingu, framleiðslu og forgengileika hluta. Í Gryfju sýna guðný Guðmundsdótt...

29. nóvember 2003 til 14. desember 2003

Þórarinn Óskar Þórarinsson

Ljósmyndasýning. Í Gryfjunni eru myndir úr þjóðgörðum Bandaríkjanna, stærð 20x30, c.a. 20 myndir. Í efri salnum fremur stórar myndir 50x60, sem far aftur til ársins 1976 og til dagsins í dag. Myndirnar eru einskonar fjölsk...

25. ágúst 2018 til 17. febrúar 2019

SVIPIR - valin verk úr safneign Listasafns ASÍ

Laugardaginn 25. ágúst opnaði Listasafnið á Akureyri dyrnar að nýju eftir miklar endurbætur á húsakynnum safnsins. Ein af sýningunum sem þá var opnuð er SVIPIR - valin verk út safneign Listasafns ASÍ. Sýningin stendur til 17. f...