02. maí 2009 til 17. maí 2009

Þóra Sigurðardóttir og Sólrún Sumarliðadóttir

Þóra Sigurðardóttir Texti, teikningar og grafík Verkin fjalla um gólf og veggi húss; snertingu við rými og tíma, hreyfingu og kyrrstöðu. Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ísland og framhaldsnám við Det Jyske Kunstakademi Danmörku. Þóra hefur tekið þátt í samsýningum og sýnt verk sín á einkasýningum hér heima og erlendis um árabil. Verk Þóru eru í eigu einkasafna og opinberra safna s.s. Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ auk safna á norðurlöndum. Jafnframt myndlistinni hefur Þóra unnið við listkennslu, skólastjórn, verkefna- og sýningarstjórn og unnið teikningar fyrir bækur og tímarit. Sjá nánar á: www.this.is/thora www.nyp.is

 Sólrún Sumarliðadóttir

 Hljómrými í gryfju; potthljóð

 

Verkið er unnið út frá leik með mjóa vatnsbunu í potti og þeim

yfir- og undirtónum sem þá myndast, dropatali, málmi, gleri og fingurgómum.

 

 Sólrún Sumarliðadóttir stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í

 Reykjavík og Maastricht Conservatory í Hollandi, lauk BA gráðu í

 tónvísindum frá háskólanum í Utrecht og MA gráðu í menningarfræðum frá

 Goldsmiths College í London árið 2006. Sólrún er meðlimur

 hljómsveitarinnar Amiinu og hefur þannig um árabil samið tónlist,

 unnið hljóritanir og komið fram á tónleikum og listahátíðum víða um

 heim, auk þess að starfa reglulega með öðrum tónlistarmönnum,

 íslenskum sem erlendum. Sjá nánar á:  www.amiina.com

Til baka