15. október 2011 til 06. nóvember 2011

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Í myndlistinni sinni hefur Þorbjörg unnið með hversdagsleikann og undursamlega fegurð hans. Stillt upp atburðum og sett á svið. Endurgert og endurskapað hluti og atburði. Gert ljósmyndir, vídeó, módel og innsetningar. Stundum á persónulegum slóðum eins og í verkinu STAÐIR FYRIR MINNINGAR sem sýnt var í Listasafni ASÍ 2005, þar sem líkön af húsum og herbergjum voru umgjörðir um minningar og atburði. Stundum með óljósari og ævintýralegri tengingum, raunverulegum eða tilbúnum. Sjá nánar á www.thorbjorgthorvaldsdottir.com

Til baka