05. apríl 2003 til 20. apríl 2003

Þorgerður Sigurðardóttir

ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Himinn og jörð Sýning Þorgerðar í Ásmundarsal nefnist Himinn og jörð. Þar eru sýndar blýantsteikningar á akrýlgrunnuðum pappír, allar unnar á þessu ári. Myndefnið byggist á grunnformunum hring og ferningi. Hringurinn er tákn guðdómsins og eilífðarinnar vegna þess að hann hefur hvorki upphaf né endi. Ferningurinn er tákn jarðarinnar og hins veraldlega. Við sjóndeildarhring renna saman í eitt himinn og jörð. Þorgerður hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur undanfarin ár aðallega sótt myndefni sitt til kirkjulistasögu og táknmáls trúarbragðanna. Þorgerður útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1989 og hefur stundað myndlistarkennslu en einbeitt sér að frjálsri listsköpun síðari ár. Hún er í hópi listamanna sem leigja vinnustofur borgarinnar á Korpúlfsstöðum.

Til baka