19. ágúst 2006 til 10. september 2006

Alexandra Signer og Tumi Magnússon - VÍDEÓ-INNSETNINGAR

Aleksandra fæddist 1948 í Póllandi og lauk prófi frá Listaháskólanum í Varsjá 1973. Árið 1977 flutti hún til Sviss og hefur síðan starfað að myndlist sinni í St. Gallen. Hún vinnur mest með vídeóinnsetningar og mörg verkanna spegla pólitíska afstöðu hennar. Vídeóverk hennar fjalla ýmist um rými eða standa sem vídeóskúlptúrar. Aleksandra sýnir fimm verk frá árunum 1997-2006. Tumi Magnússon fæddist árið 1957 í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í myndlist í Hollandi. Tumi var prófessor við Listaháskóla Ísland 1999-2005 en árið 2005 var hann skipaður prófessor við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Tumi hefur um áratuga skeið fengist við málaralist en hin síðari ár hafa verk hans verið unnin með ljósmynda- vídeó og tölvutækni. Hann sýnir nú vídeóverk á fjórum skjám ásamt litlum tölvuunnum ljósmyndum.

Til baka