18. október 2003 til 02. nóvember 2003

Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir

Listakonurnar hafa báðar verið mjög virkir þátttakendur í listalífinu en einnig látið til sín taka í gagnrýninni þjóðfélagumræðu líðandi stundar, bæði hvað varðar listpólitík og umhverfismál. Sýningin fjallar að vissu marki um hús Listasafns ASÍ – Ásmundarsal, sem verður þá samtímis umgjörð sýningarinnar og inntak, en einnig vettvangur sérstakrar túlkunar listamannanna á ýmsum þjóðfélagsmálum.

Til baka