12. apríl 2014 til 18. maí 2014

Anna Jóelsdóttir - Brot / Fragment, Fracture, Fold, Violation

12. apríl til 18. maí 2014 - ANNA JÓELSDÓTTIR - brot / fragment, fracture, fold, violation. Stórar hálfgegnsæjar arkir málaðar á báðar hliðar, sveigðar, beygðar og mótaðar í skúlptúra, málverk á striga og harmonikkubækur umbreyta Ásmundarsal í rými, þar sem hugmyndir, reynsla og saga flæða, belgjast og brotna á vírum, rekast á veggi, eru stundum klippt niður og sett saman aftur, ofin eða heft. Verkin og myndmálið eiga rætur í persónulegri reynslu, listasögu, sem og túlkun á uppbrotinni og tættri tilveru. Þau eru einnig birtingarmynd þess, hvernig persónuleg saga verður til í samspili skilnings og misskilnings í mannlegum samskiptum. (Mynd: Anna Jóelsdóttir) http://www.annajoelsdottir.com/exhibits.htmlTerry R. Myers
Það kom mér ekki á óvart að Anna Jóelsdóttir valdi sýningu sinni
íslenskan titil, orðið „brot“ sem skilja má á ýmsa vegu. Ég hef
þekkt til verka hennar í næstum fimmtán ár og ég hef alltaf
undrast hvernig hún getur búið til svo sérstök og ólík verk, og hve
einbeitt hún er í nálgun sinni. Ef ég orða þetta á annan hátt þá hef
ég aldrei átt í vandræðum með að þekkja verk hennar en ég veit
að ég get ekki búist við að upplifa þau aftur á sama hátt og síðast.
Verk hennar eru aldrei bara einhlít og einmitt það hvernig þau eru
opin fyrir margræðni – bæði hvað varðar efni og hugmyndir – gerir
þau svo sannfærandi.
„Brot“ getur verið hluti af einhverju, brot eins og í blaði eða
munnþurrku, eða brot eins og þegar brotið er á einhverjum. Anna
fellir allt þetta inn í listsköpun sína á ýmsum stigum: frá litríkum
og smágerðum netum sem hún teiknar á strigann eða á Mylarfleti
málverka sinna, teikninga og innsetninga, allt að skjannahvítri
umgjörðinni sem hún býr stökum verkum sínum og notar til að
skipuleggja heilar innsetningar. Þessi nálgun við hið smáa og hið
stóra – míkró og makró – tengir verk hennar við listamenn eins og
Julie Mehretu eða Matthew Ritchie en slíkur samanburður nær
aðeins til útlits og áferðar verkanna en tekur ekki á því sem ég vil
skoða hér sem sérstaklega næm framsetning á „veruleika“. Það
sem aðgreinir verk Önnu er það hvernig þau virðast allaf vera að
breytast, líkt og þau séu á hreyfingu. Þessi upplifun skrifast ekki
síst á það hvernig hún notar hálfgegnsætt Mylar-efni til að leika
við birtuna, sérstaklega í innsetningum þar sem hún vinnur beint
inn í rými sýningarsalarins þar sem áhrifin verða óaðskiljanlegur
hluti af efnisheildinni. Þess vegna kom verkið Svart mér svo á
óvart þegar ég sá það fyrst á vinnustofu Önnu. Við fyrstu sýn var
það ólíkt nokkru sem ég hafði áður séð frá henni: það hékk niður
úr loftinu í bjartri vinnustofunni eins og púpa, málað með
mörgum lögum af svörtu bleki og virtist drekka í sig alla birtu sem
féll á yfirborðið. En verkið dregur mann að sér og það opnast
tælandi sjónarhorn á flóknum innviðum þess. Einmitt það hvernig
verkið fangar og heldur birtunni ræður nálgun Önnu. Í samspili við
röð óreglulegra, tvívíðra verka sem eru brotin á ýmsa vegu og í
öllum skilningi (eins og áður var rakið) virðist Svart opna nýja
nálgun fyrir okkur sem skoðum verk Önnu: við getum gengið inn í
verkið. Hún heldur hugsun sinni opinni fyrir okkur og það gerir
það að verkum, eins og ég skil það, að Anna á fleira sameiginlegt
með listamönnum eins og Polly Apfelbaum, Mary Heilmann og
Amy Sillman, þrátt fyrir (eða einmitt vegna þess) að verk hennar
líkist ekki verkum þeirra. Líkt og þessir listamenn er Anna sífellt
að kanna rýmið milli hugmynda eins og abstraktsjónar og
hlutbundinnar framsetningar, milli hins skarpa og hins óljósa, og
fyllir inn (eins og hún sjálf hefur orðað það) til að opna rými fyrir
merkingu og opnar tengingar.
Terry R. Myers er gagnrýnandi og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri í Chicago
og Los Angeles. Hann er prófessor í málverki og teikningu við Art Institute of
Chicago, höfundur bókarinnar Mary Heilmann: Save the Last Dance for Me
(2007) og ritstjóri bókarinnar Painting: Documents of Contemporary Art
(2011).
Þýðing: Jón Proppé


Holding Thought: The Agile Work of Anna Jóelsdóttir
Terry R. Myers
I was not at all surprised by Anna Jóelsdóttir’s decision to
title this installation with an Icelandic word—brot—that has multiple
meanings. I have had nearly fifteen years of experience with her
work, and I have always marveled at her ability to produce so much
idiosyncratic difference using the sharp focus of the ways and
means of her production. Put another way (in reverse order), I’ve
never had any problem identifying her work as hers, but I know
better than to ever expect I’m going to see it like I’ve seen it before.
None of it is ever one thing only, and it is the manner in which it
keeps itself open—materially and conceptually—to being several
things all at once that makes it so convincing.
Brot can mean fragment, fracture, fold, and even violation.
Jóelsdóttir incorporates all of these states into the making of her
work on multiple levels: from the colorful micro-networks she
writes across the canvas or Mylar surfaces of her paintings,
drawings, and installations, to the usually white or translucent
macro-frameworks she builds to encapsulate individual works and
organize entire installations. It is this micro/macro orientation that
connects her work to artists like Julie Mehretu or Matthew Ritchie,
but I would argue that those comparisons are limited, as they have
to do more with appearance than what I want to consider here as an
especially responsive version of “reality.” What sets Jóelsdóttir’s
work apart is the degree to which it always seems to be changing, in
motion. A large part of this effect comes from her use of Mylar and
its ability to play with light, particularly in her site-relational
installations where it very much becomes an intrinsic part of the
materiality. This is why I was at first taken aback by svart/black when
I first saw it in her studio. At first glance it was like nothing of hers I
had ever seen before: drawn inward, and coated with layers of
(admittedly still luscious) black ink, it dangled in the middle of her
bright studio like a cocoon or carapace, somehow absorbing all of
the intense light that hit its exterior. However, once drawn into it (an
inevitable move, given the seductive glimpses inside provided by its
hive-like construction), its ability to capture and hold light almost as
a color or substance stimulated all of Jóelsdóttir’s moves and marks
in its world-evoking interior. Juxtaposed with a series of irregularly
shaped two-dimensional works that do fragment, fracture, fold, and
violate, svart / black initiates another possible approach for any of us
who interact with Jóelsdóttir’s work, to go ahead and get in it.
Holding her visual thoughts wide open for us, to my mind Jóelsdóttir
has more in common with artists like Polly Apfelbaum, Mary
Heilmann, and Amy Sillman, even if (or precisely because) her work
doesn’t resemble theirs. Like these artists, Jóelsdóttir perpetually
explores in the spaces between things like abstraction and
representation, and/or focus and diffusion, all the while, as she has
put it, “filling in” to make space for meaning and an open, agile
connection.
Terry R. Myers is a critic and independent curator based in Chicago and Los
Angeles. He is Professor and Chair of Painting and Drawing at the School of the
Art Institute of Chicago, the author of Mary Heilmann: Save the Last Dance for
Me (2007), and the editor of Painting: Documents of Contemporary Art (


Til baka