27. nóvember 2010 til 19. desember 2010

Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar Arnarson, Salvör, Kristján, Hallgerður og Helga Thorlacius Finnsbörn - Þar spretta laukar

Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar Arnarson, Salvör, Kristján, Hallgerður og Helga Thorlacius Finnsbörn eru flutt inn í Listasafn ASÍ í Ásmundarsal. Þar leggja þau nótt við dag við að setja upp myndlistarsýningu sem opnuð verður kl. 15.00 n.k. laugardag, 27. nóvember. Á sýningunni verða verk unnin með margvíslegri tækni. Þetta er í annað sinn sem fjölskyldan sýnir saman. Fyrri sýninguna settu þau upp fyrir fjórum árum eftir fjögurra mánaða dvöl í gestavinnustofu í suður-Kína. Þá voru þau fyrst og fremst að máta sig inn í kínverskan menningarheim. Að þessu sinni beina þau sjónum meira inn á við og skoða hornsteinana heimili og fjölskyldu í samhengi við íslenskar hefðir og veruleika.

Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar Arnarson, Salvör, Kristján, Hallgerður

og Helga Thorlacius Finnsbörn bjuggu í Listasafni ASÍ í viku og unnu að gerð

myndlistarsýningar sem opnuð var laugardag, 27. nóvember 2010.

Á sýningunni voru verk unnin með margvíslegri tækni.

Þetta var í annað sinn sem fjölskyldan sýndi saman. Fyrri sýninguna

settu þau upp fjórum árum áður eftir fjögurra mánaða dvöl í

gestavinnustofu í suður-Kína. Þá voru þau fyrst og fremst að máta sig

inn í kínverskan menningarheim. Að þessu sinni beindu þau sjónum meira

inn á við og skoðuðu hornsteinana heimilis og fjölskyldu í samhengi við

íslenskar hefðir og veruleika.

Til baka