08. apríl 2006 til 30. apríl 2006

Ásta Ólafsdóttir - Túbab túbab

Í Afríkuríkinu Malí kalla krakkarnir oft „Túbab” sem þýðir “hvítur maður” og koma svo hlaupandi í áttina að hvíta ferðamanninum til að skemmta sér við að fylgjast með honum í smástund. Fyrir Íslending er margt sem erfitt er að skilja í ólíkum lífsskilyrðum og háttum Malíbúa og Íslendinga. Það er í framandleikanum sem myndlistarmaður finnur sterkast fyrir vægi tímans og rýmisins í veruleika okkar. Hvorugt er hægt að höndla sem staðfest sannindi. Það er ekki hægt að benda á tímann í eyðimörkinni og segja: - hérna er óþekktur tími eða litast um í húsagarði og segja: - hér endar rýmið og svo byrjar það aftur í næsta þorpi. Framandleikinn kallar fram fullvissuna fyrir því að enn eru margt óuppgötvað og óútskýrt. Sýningin í gryfjunni fjallar um þessar vangaveltur.

Ásta Ólafsdóttir hefur starfað að myndlist síðan hún lauk námi í Jan van Eyck Akademíunni í Hollandi 1984.  Hún vinnur verk sín oft sem skúlptúra eða innsetningar og viðfangsefni hennar fjalla gjarnan um manneskjuna í tíma og hefðum samfélagsins.  

Til baka