04. apríl 2009 til 26. apríl 2009

Bjargey Ólafsdóttir - Stungið af til Suður - Ameríku

Sjálf segir Bjargey um teikningarnar sínar: Ég hef alltaf teiknað fólk frá því að ég var barn og þegar ég var að læra handritsskrif og kvikmyndaleikstjórn í Amsterdam, þá fóru persónurnar sem ég teiknaði að tala. Ég fór svo til Suður Ameríku og þá fóru þær að tala miklu meira. Sennilega tala Suður-Ameríkanar meira og hraðar en Evrópubúar. Þeir tjá sig líka meira um tilfinningar sínar og af meiri ástríðu. Það endurspeglast í teikningunum. Ég kynntist alls kyns fólki eins og rokkstjörnum og sápuóperustjörnum og lenti í ýmsu lygilegu á flakki mínu í Buenos Aires og Santiago de Chile, þar sem ég var svo heppin að dvelja í vinnustofum fyrir listamenn. Sjá nánar á heimasíðu listamannsins: www.this.is/bjargey

Til baka