31. mars 2007 til 29. apríl 2007

Borghildur Óskarsdóttir - Opnur

Uppistaðan í sýninginni er ættar- og fjöldkyldusaga sem tengist hinum ýmsu stöðum á sunnanverðu landinu, náttúrunni þar og húsunum. Ívafið, skálar og stjörnumerki. Loftið sem við öndum að okkur, lék um fyrri kynslóðir og raddirnar sem við heyrum eru í vissum skilningi bergmál þeirra radda sem nú eru þagnaðar. Okkar er vænst, okkar hlutverk er að vinna gegn gleymskunni og rétta hlut þeirra sem liggja í moldinni og sandorpnum móum. Já, fyrri kynslóðir eiga við okkur stefnumót. Það er ekki meint í yfirnáttúrulegum skilningi, það má nefnilega færa fyrir því rök að við eigum allt undir því að gleymskan taki ekki völdin. Borghildur Óskarsdóttir stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og The Edinburgh College of Art í Skotlandi á árunum 1961-1963. Á löngum myndlistarferli sínum hefur Borghildur haldið einkasýningar m.a. á Kjarvalsstöðum, Listasafni ASÍ og Listasafninu á Akureyri en einnig í Kanada. Borghildur hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga og samstarfsverkefna listamanna víða um heim og verk eftir hana prýða opinberar bygginga og eru í eigu fjölda safna. Hún hefur kennt myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík og víðar, verið sýningarstjóri nokkurra sýninga m.a. yfirlitssýningar á verkum Rósku, setið í stjórn Myndhöggvarafélagsins og Listskreytingarsjóðs. Borghildur hefur einnig stundað ritstörf.

Til baka