12. mars 2011 til 03. apríl 2011

Brynhildur Þorgeirsdóttir - Hugarlundur

Á sýningunni eru skúlptúrar sem að stórum hluta voru unnir í samvinnu við og á gestavinnustofu The Glass Museum í Tacoma í Bandaríkjunum. Þetta eru fíguratífir skúlptúrar með rætur í jurtaríkinu, meðal annars nýjar tegundir sem kallast: Glitrur, Órur, Hygglur, Trækur og Elftistör. Brynhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California Collage of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum.

Á sýningunni eru skúlptúrar sem að stórum hluta voru unnir í samvinnu við og á gestavinnustofu The Glass Museum í Tacoma í Bandaríkjunum. Þetta eru fíguratífir skúlptúrar með rætur í jurtaríkinu, meðal annars nýjar tegundir sem kallast: Glitrur, Órur, Hygglur, Trækur og Elftistör.

 

Brynhildur Þorgeirsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California Collage of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars fengið tvisvar úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation.

Af verkum í almenningsrýmum má nefna “Landslagsmynd” í Garðabæ, “Klettur” sem stendur við Leirvoginn í Reykjavík, “Pendúll hússins” í MK. og “Minnisvarðar um framtíðina” á Akureyri og í Háskólanum í Reykjavík.

Þetta er 15. einkasýning Brynhildar hér á landi.

Til baka