03. nóvember 2012 til 16. desember 2012

Dimmbjartir staðir

Ísak Harðarson, ljóð / Jón Stefánsson, málverk / Sigrún Jónsdóttir, hljóðverk. Sýningarstjórn Steinunn G. Helgadóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

Ísak Harðarson er eitt af þekktustu skáldum sinnar kynslóðar. Kraftmikil og myndræn ljóð  hans búa yfir mótþróa, örvæntingu, kaldhæðni  og trúarþörf og er titill sýningarinnar Dimmbirta úr einu  af ljóðunum.

Fyrsta ljóðabók Ísaks Harðarsonar, Þriggja orða nafn kom út 1982. Síðan hefur hann gefið út níu ljóðabækur og sú síðasta, Rennur upp um nótt,  var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011.
-

Jón Stefánsson fæddist 1881 á Sauðárkróki. Hann lærði myndlist við einkaskóla Zahrtmanns í Kaupmannahöfn og hélt nokkru síðar ásamt félaga sínum Gösta Sandels til Parísar, í skóla Henri Matisse sem var starfræktur í auðu munkaklaustri á Boulevard des Invalides.  Þar kynntist hann m.a norsku expressionistunum  Jean Heiberg og Axel Revold.  hann starfaði bæði á Íslandi og í Danmörku og í Reykjavík þar sem hann lést 1962.

Jón er talinn til frumkvöðla  í íslenskri myndlist og  málverk hans búa yfir þyngd og tregafullum  einmannaleika.

-

Orðið og pensillinn eru ólík tól en saman leiða þau áhorfandann um dimmbjarta staði í tíma og rúmi  í húsinu sem myndhöggvararnir Ásmundur Sveinsson og Gunnfríður Jónsdóttir byggðu við Freyjugötu.

 

Verkin eftir Jón Stefánsson eru í eigu Listasafns ASÍ og tilheyra stofngjöf safnsins frá Ragnari Jónssyni i Smára.
Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helgadóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

Til baka