13. nóvember 2004 til 05. desember 2004

Erling Klingenberg og David Diviney - Rap

“Ertu að horfa á mig / Are you looking at me”. Undanfarin ár hefur Erling Þ.V. Klingenberg verið að einblína á heim myndlistarinnar, oft með sjálfan sig að vopni, innan um goðsagnir, drífandi öfl og áhrifavalda þess umhverfis. Hann er upptekinn af yfirborðum samfélags og lista og alls þess sem því tilheyrir, kafar undir eða inn í yfirborðið og kemur stundum upp á nýjum, jafnvel ókunnum stað. Á sama stað ávarpa mikið af verkum David Divineys og spyrja spurninga út í þá heima skapaða af mönnunum. Hann hefur oft einblínt á heim “veiðimannsins”, heimur sem oft hefur þá ímynd á sér að vera helgarferð “aftur til náttúrunnar”. Oft skoðar hann þetta sem athvarf í búningi túristans frekar en afturhvarf til frumbyggjans. Sýningin ”Ertu að horfa á mig”mun sameina verk þeirra Erlings Þ.V. Klingenberg og David Diviney í naflaskoðun, kryddaðri sjálfshæðni þar sem listamennirnir og verk þeirra verða áhorfendur og þáttakendur í eðli sértækra heima sem hluta einhvers stærra.

Til baka