15. febrúar 2014 til 01. ágúst 2014

Stöpullinn - Eygló Harðardóttir - Án titils

Verk Eyglar Harðardóttur á Gunnfríðarstöplinum við Freyjugötu er málverk/skúlptúr, Án titils. Nánari upplýsingar: http://eyglohardar.com

Þann  5. október 2013 var tekið í notkun nýtt sýningarrými í Listasafni ASÍ.

Þetta nýja rými kallast GUNNFRÍÐARSTÖPULL og er hann staðsettur í garðinum við listasafnið þar sem höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur, Á heimleið stóð áður.

Fyrsti listamaðurinn sem sýndi á þessum nýja stað í safninu var Ívar Valgarðsson með verkið Varanlegt efni“ (snjóbolti). Fyrirmyndin var snjóbolti, hnoðaður úr snjó sem féll í október 2005. 

Nú er það verk  Eyglóar Harðardóttur sem prýðir Gunnfríðarstöpul og er hún í raun þriðji listamaðurinn sem á verk á stöplinum.

Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að listamennirnir velja sjálfir eftirmann sinn á stöplinum og sýningartími er fjórir mánuðir.

Til baka