05. apríl 2003 til 20. apríl 2003

Guðrún Erla Geirsdóttir

G.ERLA Hvarf G.ERLA sýnir verk sín á þaksvölum, í gryfju og stiga Listasafns ASÍ. Sýninguna nefnir hún. Hvarf. Þó verkin á sýningunni eigi það sameiginlegt að þar er nálin notuð sem verkfæri og þráður og dúkur sem efni er ekki um textilsýningu að ræða. Nær er að skilgreina verkin sem innsetningar og er það undir áhorfandanum komið hvort hann velur að horfa á verkin sem afmörkuð brot úr einni sögu eða sjálfstæð óskyld verk. Listakonan segir um verk sín að þau séu vegvísar fyrir hugarflug. G.ERLA hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess sem hún er höfundur leikmynda og búninga fyrir vel á fjórða tug verka. Sína fyrstu innsetningar vann hún um 1980. Menntun sína hefur hún bæði úr MHÍ og frá Amsterdam þar sem hún var við nám 1976 - 80.

Til baka