26. september 2009 til 18. október 2009

Guðjón Ketilsson - Hlutverk

Guðjón er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada og hefur hann haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Spáni, Ástralíu og víðar. Hann á verk á öllum helstu söfnum landsins og víða erlendis og hefur dvalið og unnið á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum og verið valinn í fjölda samkeppna um útilistaverk. Guðjón hlaut Menningarverðlaun DV árið 2000 og Verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 2001. Í Listasafni ASÍ sýnir listamaðurinn nýja skúlptúra og teikningar nefnir og nefnir hann sýninguna Hlutverk. Á sýningunni tekur Guðjón tekur fyrir byggingarrými og húsgögn, hlutverk þeirra og hliðstæður við mannslíkamann.

Til baka