06. febrúar 2010 til 28. febrúar 2010

Guðmundur Ingólfsson - Heimild um horfinn tíma

Gudmundur Ingólfsson lærði ljósmyndun hjá Otto Steinert við Folkwangschule fuer Gestaltung í Essen, Þýskalandi 1968-1971 og starfaði sem aðstoðarmaður hans um tíma. Gudmundur hefur rekið ljósmyndastúdíoið ÍMYND síðan 1972, og hefur tekið ljósmyndir af ýmsum toga, sérstaklega fyrir auglýsingar og leikhús. Undanfarin ár hefur hann skrásett í sv/hv myndum hversdagslegar byggingar, oft iðnaðarhúsnæði, í og við Reykjavík. Hann hefur einnig ljósmyndað íslenskt landslag á mörkum náttúrunnar og hins manngerða. Ljósmyndir hans hafa birst í tímaritum og bókum og hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum.

Til baka