12. apríl 2014 til 18. maí 2014

Guðmundur Thoroddsen - Hlutir

Til sýnis eru hlutir. Hlutir sem þjóna engum öðrum tilgangi en að örva sjónskyn þess sem þá skoðar. Þeir eru afurð undanlátssemi við efnislegar fýsnir og beygja sig aðeins undir reglur fagurfræðinnar. Notagildi hlutanna er illsjáanlegt auk þess sem þeir víkja sér undan því að líkjast fígúrum af nokkru tagi.

Gryfja og Arinstofa. Til sýnis eru hlutir. Hlutir sem þjóna engum öðrum tilgangi en að örva sjónskyn þess sem þá skoðar. Þeir eru afurð undanlátssemi við efnislegar fýsnir og beygja sig aðeins undir reglur fagurfræðinnar. Notagildi hlutanna er illsjáanlegt auk þess sem þeir víkja sér undan því að líkjast fígúrum af nokkru tagi. 

Um leið og látið er undan efnishyggjunni opinberast vankantar hennar því hversu mikið sem hlutur er skoðaður og hversu mikið sem hann svalar einhverri sjónrænni þörf tímabundið þá nær hann aldrei að fullnægja henni alveg. Í því liggur kannski aðdráttarafl hlutanna; þeir veita skammvinna svölun augans sem alltaf vill meira.

Til baka