06. febrúar 2010 til 28. febrúar 2010

Guðrún Gunnarsdóttir - Að muna sinn fífil fegri

Að muna sinn fífil fegurri er heiti á sýningu Guðrúnar Gunnarsdóttur í Listasafni ASÍ. Sýningin er unnin út frá fíflum, þ.e.a.s. blómunum fíflum, latneska heitið á túnfífli er Taraxacum Weber. Horft er á fíflana frá ýmsum sjónarhornum og unnið með ýmiss konar tækni í margvísleg efni svo sem útsaum, plöstun, vír, pappírsklipp og annað. Á sýningunni er ekki verið að endurgera fífla, heldur að miðla upplifun á formi og litum fíflanna út frá skapandi vinnu. Fífillinn kemur upp á vorin sprækur og kátur með sínum heiðgulu blómum sem verða síðan að biðukollum sem svífa dreymandi um loftin blá. Fífillinn leggst í dvala síðsumars og er með fyrstu vorboðum okkar Íslendinga. Sýningin er tileinkuð Íslendingum með óskum um bjarta framtíð. Nánar á: http://www.internet.is/gudgunn/

Til baka