12. júní 2004 til 04. júlí 2004

Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir - Stjarna er fædd/A star is born

“Helgidómur” Í Ásmundarsal sýna þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir og ber sýningin yfirskriftina “Helgidómur”.


 

viss um að tíminn

er guðslangur dagur

en ekki afstæður frestur frá gálganum

 

viss um að meyrna

hvert sinn sem stíflan

í brjóstinu brestur

 

viss um að sigrast á hrokanum

og hráslaga hugans

viss um að vaxa

 

Guðrún Vera Hjartardóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991 og AKI-akademie voor beeldende kunst, Hollandi, 1994

Helga Óskarsdóttir útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1997 og með MA frá Chelsea College of Art and Design í London árið 1998.

Ingibjörg Magnadóttir útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands (Listaháskóla Íslands) árið 2000 en var árið 1999 við nám í Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún lærði síðan sviðshönnun við “Figuratif Theater Skolen”í Fredriksstad í Noregi 2001-2002

Listamennirnir hafa allir haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og víðsvegar um heiminn.

Til baka