01. nóvember 2008 til 23. nóvember 2008

Gylfi Gíslason 1940-2006 - Yfirlitssýning

Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 og er sýningin haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum en gat sér fyrst og fremst orð fyrir teikningar sínar, þar sem hann sýndi oft nýstárlegan og frumlegan stíl. Gylfi var fjölhæfur listamaður, hann myndskreytti bækur og blöð, hannaði leikmyndir, kenndi teikningu, skrifaði myndlistargagnrýni í dagblöð, annaðist þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Á sýningunni verða sýndar teikningar, þrívíddarverk, myndskreytingar og málverk. Sama dag, þann 1. nóvember, kemur út vegleg bók um listamanninn. Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur).

Til baka