09. ágúst 2013 til 01. september 2013

Hadda Fjóla Reykdal

Hadda Fjóla Reykdal sýnir málverk í Ásmundarsal og Arinstofu sem eru unnin út frá hughrifum úr íslenskri og sænskri náttúru. Í verkum sínum fjallar Hadda um það hvernig litirnir breytast eftir veðri og vindum, njálægð, fjarlægð og birtu.

Verkin eru öll án titils, en ég vinn þau út frá skissunum mínum sem ég hef niðurskrifaðar í bók.  Skissubókina hef ég alltaf með mér þegar ég er úti í náttúrunni og í hana skrifa ég í stað þess að teikna. Hver skissa stendur eins og eins konar ljóð og á sinn stað í huga mér.  Ég þarf ekki annað en að lesa yfir skissurnar/ljóðin til þess að muna hvaðan ég fékk hugmyndirnar og upplifunin kviknaði.  Verkin eru því flest tengd ákveðnum stað og stund. 


Skissa

Þjórsárdalur

 

rigning og þoka

ljós ljós grátt

ljós grátt

ljós mosagrænt

hvítt

ljóst vikur…lítið

Til baka