21. ágúst 2004 til 12. september 2004

Hafdís Helgadóttir - Myndstur

MYNDSTUR Er eitthvert vit í þessu? Í Gryfju sýnir Hafdís Helgadóttir nýtt myndbandsverkið sem unnið er á þessu ári og ber heitið Myndstur - er eitthvert vit í þessu? Það er mótað af viðbragði við áreiti og hverfist bygging þess um visst hugarástand. Texti í sýningarskrá sem ber yfirskriftina "Sjálfhverfing hugsunarinnar um heimshryggð, munstruð í tímarúm" fylgir verkinu. Vðfangsefni Hafdísar Í myndbandsverkum og innsetningum hafa tengst skynjuninni og hugsuninni og hefur miðillinn sjálfur, myndband / sjónvarp verið sett fram sem áhrifavaldur á hvorttveggja. Í þessu verki tekur hún viss skref í átt frá þeirri áherslu og nýtir sér enn frekar möguleika myndbandsins til að ná fram áhrifum og skerpu á hugmyndina og byggja upp myndræn áhrif.

Til baka