16. maí 2008 til 15. júní 2008

Halldór Ásgeirsson og Paul Armand

Halldór Ásgeirsson og Paul-Armand Gette sýna verk sem eru inblásin af hinum fjölmörgu eldfjöllum Íslands. Í verkum sínum notar Halldór logsuðutæki til að umbreyta grófgerðu hrauni í undursamlega fíngerða glerfugla, en Gette notast við mun vísindalegri nálgun og tækni.

Halldór Ásgeirsson og Paul-Armand Gette sýna verk sem eru inblásin af hinum fjölmörgu eldfjöllum Íslands. Í verkum sínum notar Halldór logsuðutæki til að umbreyta grófgerðu hrauni í undursamlega fíngerða glerfugla, en Gette notast við mun vísindalegri nálgun og tækni.

Paul Armand Gette er fæddur í Lyon í Frakklandi 13. maí árið 1927. 1935 gekk hann í fyrsta skipti upp á karlkyns eldfjallið Vesúvíus sem kveikti löngun hans til að fara yfir mörkin. 1956 bjó hann til myndverkið „Kalkbrennsla“ sem var prentverk og skúlptúrar gert m.a. úr svörtu efni, hrauni og talbula rasa. 13. október sama ár fæddist Halldór Ásgeirsson í Reykjavík. 1971 tók P.A.Gette upp kvikmyndina „Crystal“ með röddum W. Burroughs og B.Gysin á sama tíma og Halldór var ráðinn sem messagutti á m/s Jökulfell sem sigldi til New Bedford U.S.A. en þar hófst sagan um Moby Dick eftir Herman Melville. 1977 tók P.A.Gette þátt í Dokumenta 6 í Kassel en Halldór byrjaði um haustið í myndlistarnámi í Parísarháskóla nr.8 -Vincennes. 1978 var P.A.Gette fulltrúi Frakklands á Feneyjatvíæringnum en Halldór stundaði veggmyndagerð í skólanum og gerði kvikmyndina „Svört gríma“ í París og Reykjavík. 1986 sýndi P.A.Gette verk sín á salernum 3. hæðar MNAM. Pompidousafnsins í París en Halldór gerði forsíðu og birti teikningar í fyrsta tölublaði norræna myndlistartímaritsins SIKSI. 1991 sýndi P.A.Gette „L´amour de l´art“ á Lyontvíæringnum og tók þátt í 21. Sao Paulo Biennale á meðan eldurinn sótti stöðugt meira á Halldór sem varð til þess að hann hóf tilraunir með hraunbræðslu. 1996 setti

P.A.Gette upp sýninguna „In Natura rerum“ í fagurlistasafninu í Nantes en Halldór sýndi í febrúar ljósaverkið „Postularnir tólf“ í aflagðri kapellu í Clermont Ferrand. 1999 sýndu P.A.Gette og Halldór saman Buchsenhausen Ausstellungsraum í Innsbruck í Austurríki. Sumarið 2001 var P.A.Gette boðið að sýna í Ljósaklifi í Hafnarfirði en viðfangsefnið þar var annars vegar hafið, þangið og skeljarnar og hins vegar jörðin, eldfjallið og hraunið og bætti síðan við blómum vegna þess að þau eru kynfæri platnanna. Sama ár bræddi Halldór saman hraunsteina úr eldfjöllunum Vesúvíusi og Heklu sem leiddi til getnaðar þeirra á Mílanótríenalnum og sömu aðferðum beitti hann um haustið á Heklu og Fuji í Klakárhofinu í Japan.

listasi@centrum.is. Safnið er opið daglega, nema mánud. frá kl. 13 til 17. Nánar á www.asi.is/listasafn.

Til baka