21. nóvember 2009 til 13. desember 2009

Halldór Ragnarsson - Saxófónn eða kontór?

Halldór er 28 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2007 ásamt því að hafa numið heimspeki í Háskóla Íslands áður. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, bæði hér á landi og erlendis og að auki tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Halldór hefur einnig gefið út tvær ljóðabækur ásamt því að vera meðlimur hljómsveitarinnar Seabear. Hann mun sýna innsetningu í Gryfju Listasafns ASÍ út frá teikningum sem hann hefur unnið á Suður Ítalíu í haust ásamt sígarettupökkum sem hann hefur safnað og reykt undanfarið ár. Heimasíða Halldórs Ragnarssonar : www.hragnarsson.com

Til baka