15. janúar 2011 til 06. febrúar 2011

Hildigunnur Birgisdóttir - Það verður þeim að list sem hann leikur

Á sýningu sinni í Gryfjunni myndgerir Hildigunnur áframhaldandi rannsókn á tilgangi/leysi sem leiðir af sér jöfnu. Innan jöfnunnar eru einingar sem unnar hafa verið í hjáverkum undanfarið ár undir formerkjum sýningarinnar “það verður þeim að list sem hann leikur”. Leikir og Kerfi eru sjaldan langt undan í listsköpun Hildigunnar. Kerfin eiga rætur sínar að rekja til eðlisfræðilegra fyrirbæra og heimspekilegra vangaveltna um hringrásir og heimskerfi en lúta lögmálum og fagurfræði leikja og spila. En í leikjum eru reglurnar ekki fullkomnar, einhver svindlar og sum kerfin ganga alls ekki upp…

Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2003 og hefur síðan sýnt hér heima og erlendis. Hildigunnur hefur einnig verið virk á ýmsum sviðum listarinnar m.a. stýrt sýningum svo sem Grasrótarsýningu Nýlistasafnsins 2005, sýningaröð vesturvegg Skaftfells sumarið 2006, ritstjórn myndlistaritsins últramegatúrbó. Hildigunnur var framkvæmdastjóri Skaftells menningarmiðstöðvar Seyðisfjarðar 2006 og nú síðast einn af stofnendum Útúrdúrs, bókverkaverslunar og útgáfu árið 2008.

Til baka