21. ágúst 2004 til 12. september 2004

Hildur Bjarnadóttir - að strekkja striga

VERK Í Ásmundarsal sýnir Hildur Bjarnadóttir verk þar sem hún skoðar og umbreytir ráðandi hefðum í listheiminum. Hún vinnur á persónulegan hátt með handverkshefðir, en í stað hefðbundinna nytjahluta verða til listaverk sem setja spurningu við eðli listarinnar í samtímamenningu. Hún heklar striga úr hör og strekkir á blindramma og býr til munstraðan striga. Striga sem er hvorki skrautdúkur né undirstaða málverks, heldur sérkennilega mynstruð mynd sem ræðst af eðli heklsins. Þannig verður til óskilgreindur hlutur sem bæði er handverk og myndlist á sama tíma.

Til baka