01. september 2007 til 23. ágúst 2007

Hildur Bjarnadóttir

Hildur útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur Bjarnadóttir verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum. Útkoman eru verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Verk eftir Hildi eru m.a í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Til baka