17. september 2011 til 09. október 2011

Hildur Hákonardóttir

Hildur hefur með myndlist sinni og þáttöku í kvenréttindabaráttu og menningarpólitík fetað sinn eigin veg í íslenskri listasögu og markað þar djúp spor.

Fyrstu einkasýningu sína hélt Hildur Hákonardóttir í Gallerí SÚM í Reykjavík en nefna má í því sambandi að hún er eina konan sem varð formaður  hreyfingarinnar.  Hildur hefur á ferli sínum tekið þátt í á fjórða tug samsýninga hér heima og erlendis auk þess að skrifa bækur og greinar, setja upp sýningar, gegna stöðu forstöðumanns við Byggða- og  Listasafn Árnessýslu,  kenna við Myndlista- og handíðaskólann, stjórna sama skóla og setja á fót nýlistadeild skólans í félagi við Magnús Pálsson.

Á sýningunni í Listasafni ASÍ verða nokkur eldri verk listakonunnar, sem ekki hafa verið sýnd nýlega og að auki er nýtt verk sem Hildur hefur gert sérstakelga fyrir Gryfjuna.

 

Laugardaginn 25. september verður rabbfundur í tengslum við sýninguna í Ásmundarsal um Henry David Thoreau, þar sem m.a. Hildur Hákonardóttir og Elíasbet Gunnarsdóttir ræða verk hans og líf og stöðu í nútímanum.

 

Sýningarstjórar eru Unnar Örn Jónasson Auðarson og Huginn Þór Arason.

Til baka