06. janúar 2007 til 28. janúar 2007

Hlynur Helgason - 63 dyr Landspítala við Hringbraut

Landspítalinn við Hringbraut hefur allt frá fjórða áratug síðustu aldar verið þungamiðja í samfélagsþjónustu íslendinga við þegnana. Flestir landsmenn koma þar við, hvort sem það er í fæðingu eða í aðdraganda andláts. Sterkar og oft sársaukafullar tilfinningar tengjast því að koma þar inn, en iðulega er brottförin gleðiríkari. Það er þetta sem leiddi til áhuga Hlyns Helgasonar á að skrásetja flestar dyr stofnunarinnar, en það er um þær sem sjúklingar, gestir og starfsfólk leggur leið sína inn á spítalann og út úr honum aftur. Spítalinn hefur vaxið og þróast í gegnum tíðina, og með því að leggja áherslu á inngangana vonast listamaðurinn jafnframt til að ná að túlka fjölbreytilegar áherslur í samfélagi íslendinga frá 1930 fram til vorra tíma. Niðurstaða þessara hugmynda er listaverkið '64 dyr Landspítalans á lóð hans við Hringbraut'. Skrásetning listamannsins tekur á sig margar myndir, hann birtir okkur dyrnar skipulega í kvikmynd og ljósmyndum, en nýtir einnig teikningu og málverk á skematískan hátt í tilraun sinni til að lýsa spítalanum og fjölbreytileika hans. Hlynur hefur undanfarin ár verið nokkuð upptekinn við tilraunir til að túlka á listrænan hátt áherslur og áferð borgarinnar. Kunnugir þekkja til verka hans á síðasta ári í Listasafni Íslands þar sem hann nýtti sér kvikmyndamiðilinn til að skrásetja annarsvegar fábreytilegan garð í miðborginni og hinsvegar dæmigerða stofu í íbúð í Prag, eða þá verk hans í Nýlistasafninu 2004 þar sem hann túlkaði göngu niður Klapparstíginn í kvikmynd og ljósmyndum. Hlynur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1986 og MA-gráðu frá Goldsmiths’ College í London 1994. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um lönd. Nánari upplýsingar um feril hans má finna á Http://www.tacticalart.net.

Landspítalinn við Hringbraut hefur allt frá fjórða áratug síðustu
aldar verið þungamiðja í samfélagsþjónustu íslendinga við þegnana.
Flestir landsmenn koma þar við, hvort sem það er í fæðingu eða í
aðdraganda andláts. Sterkar og oft sársaukafullar tilfinningar
tengjast því að koma þar inn, en iðulega er brottförin gleðiríkari.
Það er þetta sem leiddi til áhuga Hlyns Helgasonar á að skrásetja
flestar dyr stofnunarinnar, en það er um þær sem sjúklingar, gestir
og starfsfólk leggur leið sína inn á spítalann og út úr honum aftur.
Spítalinn hefur vaxið og þróast í gegnum tíðina, og með því að leggja
áherslu á inngangana vonast listamaðurinn jafnframt til að ná að
túlka fjölbreytilegar áherslur í samfélagi íslendinga frá 1930 fram
til vorra tíma. Niðurstaða þessara hugmynda er listaverkið '64 dyr
Landspítalans á lóð hans við Hringbraut'. Skrásetning listamannsins
tekur á sig margar myndir, hann birtir okkur dyrnar skipulega í
kvikmynd og ljósmyndum, en nýtir einnig teikningu og málverk á
skematískan hátt í tilraun sinni til að lýsa spítalanum og
fjölbreytileika hans.

Hlynur hefur undanfarin ár verið nokkuð upptekinn við tilraunir til
að túlka á listrænan hátt áherslur og áferð borgarinnar. Kunnugir
þekkja til verka hans á síðasta ári í Listasafni Íslands þar sem hann
nýtti sér kvikmyndamiðilinn til að skrásetja annarsvegar
fábreytilegan garð í miðborginni og hinsvegar dæmigerða stofu í íbúð
í Prag, eða þá verk hans í Nýlistasafninu 2004 þar sem hann túlkaði
göngu niður Klapparstíginn í kvikmynd og ljósmyndum. Hlynur lauk námi
frá Myndlista- og handíðaskólanum 1986 og MA-gráðu frá Goldsmiths’
College í London 1994. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum víða um lönd. Nánari upplýsingar um feril hans má
finna á Http://www.tacticalart.net.

Til baka