02. júní 2007 til 24. júní 2007

Hye Joung Park - Stungur

Hye Joung er listamaður frá Suður Kóreu, hún lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur starfað við myndlist síðan. Þetta er önnur einkasýning hennar á Íslandi en undirbúningur hennar hefur staðið yfir síðan snemma á árinu 2006. Í innsetningunni eru ummerki um gjörning sem að hefur átt sér stað yfir langan tíma. Kunnuglegir heimilis hlutir hafa fengið á sig annarlegan blæ í kerfisbundinni meðhöndlun listamannsins. Það má að segja að þessi sýningin sé framhald af síðustu tveimur sýningum hennar þar sem hún hefur fengist við skynjun á tíma, rými og upplifun einstaklingsins á hlutskipti sínu.

Iðjusemi er dyggð, því að tíminn er gersemi sem má aldrei fara til spillis, hann er gerður úr fínum þræði sem hægt er að sauma í yfirborð hluta eins og mynd af liðnum atburði eða ævarandi ósk um velfarnað í framtíðinni.

 

Það er nauðsynlegt að meðhöndla hann af festu, en jafnframt með nærgætni.

 

Því að á hverri stundu getur hann skroppið úr höndum okkar og horfið aftur til náttúru sinnar-í óreiðukenndan flóka þar sem enginn kann skil á því hvert hann stefnir eða hvort hann stendur í stað.

  

Til baka