15. október 2011 til 06. nóvember 2011

Inga Þórey Jóhannsdóttir - Málverk og myndastyttur

Á sýningunni umbreytir Inga Þórey safninu í annan viðkomustað á einu og sama ferðalaginu. Með innsetningu málverka og myndastytta gerir hún tilraunir með “spennu” augnabliksins, “spennu” biðtímans og togstreitu efnisins.

 

Hugrenningartengsl beinast að stöðugum togkrafti, draumkenndum stærðarhlutföllum og æskutengdum litum um leið og skynja má nærveru frumefnanna. Búnaður farartækja á borð við segl og hreyfla birtast og beisla staðvinda salarins með ákveðnum hætti. Fyllt vatnsílát verða falin í vegg sem skiptir rými í tvo hluta, lokað og aðgengilegt.

 

Í myndlistinni leitar Inga Þórey gjarnan að bilinu milli svefns og vöku og því sem leynist í undirvitundinni eða á földum, huglægum stöðum.

Til baka