11. janúar 2014 til 09. febrúar 2014

Ingileif Thorlacius - Myndir Ingileifar

Ingileif Thorlacius (1961-2010) lauk málaradeild MHÍ og tveggja ára framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht, Hollandi. Á stuttum ferli sínum sem myndlistarmaður hélt hún fimm einkasýningar og tók þátt í um tug samsýninga. Verk Ingileifar spanna breitt svið en eftir hana liggja teikningar, grafíkmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk og skúlptúrar og í sölum safnsins verður úrval verka eftir hana. Samhliða sýningunni kom út bókin MYNDIR INGILEIFAR frá útgáfufélaginu Eyju í ritstjórn Áslaugar Thorlacius sem jafnframt er sýningarstjóri en Hlynur Helgason skrifar texta um feril Ingileifar í bókinni.

Til baka