07. mars 2009 til 29. mars 2009

Ívar Valgarðsson - Hringir, hámarksstærð

Sýning Ívars samanstendur af fjórum áður ósýndum rýmisverkum. Þó þau séu ólík innbyrðis tengjast þau sjónrænt og formrænt á ýmsa vegu. Verkin eru misstór og hefur hvert verk sitt afmarkaða rými. Stærsta staka verkið leggur undir sig allan stóra salinn en það minnsta er í glerborði. Þetta er 21. einkasýning Ívars og sú fjórða sem hann heldur í Ásmundarsal síðan 1980. Efnistök Ívars eru fjölbreytileg á sýningunni. Að þessu sinni notar hann; áherslupenna, innanhúss-málningu, neon og myndbönd.

Til baka