06. janúar 2007 til 28. janúar 2007

Jóhann Ludwig Torfason - Ný leikföng

Á sýningunni eru tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvituðu yngstu kynslóð. Einnig sýnir Jóhann silkiþrykktar þrautir.

Efnistök hans eru rammpólitísk í eðli sínu, en viðfangsefnin sem hann fjallar um í list sinni eru fyrst og fremst á vettvangi mannlegrar tilveru, í þjóðlegu jafnt sem alþjóðlegu samhengi. Hvert sem viðfangsefnið er - kynhlutverk eða kynvitund, þjóðleg sveitamennska eða alþjóðlegir tískuvindar, hungursneyð eða ofbeldsdýrkun, allt hörð mál og stórar spurningar – þá er framsetningin ákveðin og ögrandi, mitt á milli hins hversdaglega og hins kómíska.. Hann bregður þannig upp myndum, sem vissulega höggva nærri kviku sjálfsvitundar okkar varðandi þau viðkvæmu málefni sem hann tekur fyrir.

 

Jóhann Ludwig er fæddur 1965 í Reykjavík. Sýningin “Ný leikföng” er 10. einkasýning Jóhanns en hann hefur einnig á þátt í fjölda samsýninga, nú síðast á Listasafni Íslands, Málverkið eftir 1980.

 

Sýningin er samvinna Jóhanns og fyrirtækisins Pabba kné ehf. sem framleiðir verkin.

Nánari upplýsingar: www.homepage.mac.com/johanntorfason

 

Til baka