21. nóvember 2009 til 13. desember 2009

Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Jóhanna er menntuð við Listaháskóla Íslands og The School of the Art Institute of Chicago, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2007. Sjálf segir listakonan um sýninguna: „Sýningarhugmyndir mínar fyrir Listasafn ASÍ snúast m.a. um hugtak sem nefnist ljósflæði, en tengist einnig atferlissálarfræði. Sýningin ber titilinn Ljósflæði/Luminous Flux og snýst um áhrif ljóss og lita, ljóstillifun og einnig skort á ljósi og áhrif þess. Eitthvað sem við Íslendingar upplifum nú þegar skammdegið skellur á.“ Jóhanna gerir m.a. stórt rýmisverk í Ásmundarsal sem ákvarðast af stórum, bogadregnum loftgluggum salarins. Þá sýnir hún einnig baklýst veggverk með áprentuðum filmum. Veggverkin eru baklýst með 10,000 Lux dagsljósaperum og líkja þannig eftir sólinni. Þetta er því sýning sem ætti að höfða til listhneigðar sýningagesta ásamt því að svala birtuþörf gestanna í skammdeginu, og veitir því vonandi vellíðan á fleiri vegu. Nánar á www.johannahelga.com

Til baka