09. janúar 2010 til 31. mars 2010

Jóhannes Dagsson - Firnindi

Sýningin er í Gryfjunni og Arinstofu. Viðfangsefnið er landslag sem tilbúningur. Með því að setja fyrirmyndina innan sviga verður skynjun og upplifun aðalatriðið. Val okkar á birtingarmyndum og hvernig við veljum að upplifa er í forgrunni, í stað þess að vera aðeins aðferð til þess að nálgast innihald verksins. Það er líka alltaf er gefandi að líta augum ný lönd. Sýningin samanstendur af ljósmyndum og landkynningarmyndbandi. Tónlistin við myndbandið er eftir kookzik (Gabriel Malenfant og Marc-Antoine Chenail).

Til baka