12. mars 2011 til 03. apríl 2011

Jón Henrýsson

Á sýningunni getur að líta málverk, vel einangruð gagnvart napurnæðingi tilverunnar. Með því að mála nýjar helgimyndir af kærleikans villigötum og breiðstrætum, þá má kannski brosa í gegnum tárin. Listamaðurinn vonar alla vega að enginn þurfi að tileinka sér orð ensku skáldkonunnar Elizabeth Barret Browning, sem orti eitthvað á þessa leið: “Stöðugur þvottur táranna hefur skolað litunum úr lífi mínu”. Á sýningu Jóns eru flest málverkin í lit.

Til baka