02. júní 2007 til 24. júní 2007

Katrín Elvarsdóttir - Ljósmyndr

,, Ljósmyndirnar eru eins konar birtingarmynd þeirrar þrár sem hver maður ber með sér um fullkominn heim, fullkomið augnablik, sem smýgur burt úr greipum okkar þegar minnst varir og úthugsuð umgjörðin um líf okkar stendur eftir eins og illa gerður hlutur sem hefur enga burði til að móta það líf sem er innan hringsins. ... Með ljósmyndum sínum skapar Katrín Elvarsdóttir frásögn sem hún byggir á raunverulegum augnablikum ... Hringlaga form leiða okkur frá hringlaga diskum, brauðkörfum, pylsum og húðflúri yfir í veröld sem við virðum fyrir okkur í gegnum önnur hringlaga form, gat í vegg og hálfopinn glugga. Ljósmyndir Katrínar af landslagi sem birtist okkur í gegnum gluggarúður og gluggaop undirstrika enn frekar þá tilfinningu sem ljósmyndir hennar vekja, að heimurinn birtist okkur ætíð á brotakenndan og afmarkaðan hátt, hvort heldur í draumi, skáldskap eða í veruleikanum sjálfum. Sjónarhorn okkar er ætíð takmarkað og brotakennt.” Eldri verk Katrínar má sjá á www.katrinelvarsdottir.com

Til baka