06. maí 2006 til 28. maí 2006

Kees Visser - MÁLVERK

Kees Visser er fæddur 1948 í Hollandi og býr og starfar í Haarlem, Hollandi. Það eru 30 ár síðan hann kom fyrst til Íslands og er sýninging haldin til að minnast þessara tímamóta. Verk hans eru málverk unnin á pappír. Frá 1992 hefur Kees Visser unnið að kerfi sem byggir á samspili víxlverkana í mörgum þrepum. Undirbúningsvinnan fer fyrst fram á millimetrapappír: litaðir rétthyrningar sem bætt er við eða eru dregnir frá þríhyrndum böndum á lóðréttu hliðunum. Visser setur þannig í verk sín þátt sem hefur truflandi áhrif og einkennir verk hans. Formið er síðan fært yfir á Arches pappír í stóru broti. Verkin hafa eigið líf fyrir utan framkvæmdina þar sem þau eru skráð sem ein markviss heild og mynda raunverulega efnisskrá í mótun. Verk Kees Vissers í einum sjálfstæðum lit (mónókróm) virðast viðkvæm en þau eru sterk: þykkt efnið samlagast hrjúfri undirstöðunni.

Til baka