04. apríl 2009 til 26. mars 2009

Keiko Kurita - tree/sleep

Í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ sýnir verk sín ung japönsk listakona, Keiko Kurita, sem getið hefur sér gott orð sem ljósmyndari. Sýningin, sem hún nefnir "tree/sleep", er unnin á undanförnum fjórum árum og byggir að hluta til á myndum sem sýndar voru árið 2008 á sýningu með sama titli sem listakonan setti upp í Monogram Gallery í Tókyo. tree/sleep samanstendur af 10 pöruðum ljósmyndum sem fjalla um tré annars vegar og svefn hinsvegar og hið draumkennda ástand sem tengist þessum fyrirbærum, stundum á áþekkan hátt. Í Arinstofu eru ljósmyndir af vatni. Sýningin er styrkt af The Nomura Cultural Foundation. Sjá nánar á http://www.swimciel.net

Til baka