11. nóvember 2006 til 03. desember 2006

Kristín Helga Káradóttir

Kristín Helga Káradóttir sýnir myndbands-sviðsetningu í Gryfju Listasafns ASÍ. Um er að ræða stuttar sviðsettar myndir þar sem listakonan sjálf kemur fram. Þessum myndskeiðum er varpað upp í sýningar-rýminu sem hefur verið klætt í búning sem rammar myndböndin inn. Þannig fléttar listakonan saman myndbönd og rými. Sviðsetningin nýtur liðsinnis tónlistarmannsins Bjarna Guðmanns Jónssonar við að undirstrika stemmninguna. Mörg fyrri myndbönd Kristínar Helgu fjalla um tilvistina á einn eða annan hátt. Þessi myndbönd lýsa líðan eða aðstæðum sem áhorfandanum gefst kostur á að upplifa á sinn hátt. Kristín Helga skipuleggur sjaldnast myndbönd sín fyrirfram heldur lætur þau ráðast í vinnuferlinu. Hún vinnur út frá tilfinningunni og notar orðlausa leikræna tjáningu.

Til baka