20. apríl 2013 til 12. maí 2013

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá - Orðin, tíminn og blámi vatnsins

Kristín hefur verið brautryðjandi hvað varðar þæfingu ullar til notkunar í myndverkum og hefur vakið athygli fyrir efnisnotkun sína. Í nýrri verkum sínum stillir hún saman ull og plexígleri eða notar plexígler sem uppistöðu. Þessi verk eiga það sameiginlegt að fjalla um orð og vatn, tíma og hverfulleika. Þau samþætta veflist og ritlist og vísa jafnt til bókmenntaarfs og náttúru Íslands. Sýningarstjórar eru Kristín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir.

Á sýningunni eru verk frá árunum 1984-2013 sem sýna ýmsar hliðar á listsköpun Kristínar; verk unnin úr þæfðri ull með handskrifuðum texta, verk máluð á plexígler og vatnslitamyndir unnar á pappír.

Kristín stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum í Reykjavík 1949-1952. Síðan í Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn og einnig í Frakklandi og á Ítalíu.

Kristín hefur verið brautryðjandi hvað varðar þæfingu ullar til notkunar í myndverkum og hefur vakið athygli fyrir efnisnotkun sína. Í nýrri verkum sínum stillir hún saman ull og plexígleri eða notar plexígler sem uppistöðu.

Þessi verk eiga það sameiginlegt að fjalla um orð og vatn, tíma og hverfulleika. Þau samþætta veflist og ritlist og vísa jafnt til bókmenntaarfs og náttúru Íslands.  

Til baka